Ryknemar settir upp og tengdir sjálfvirku blásturskerfi

Tveir nemar hafa verið settir upp í göngunum til að mæla svifryksmengun og ræsa loftræsiblásara sjálfvirkt ef þörf krefur. Andrúmsloftið verður því hreinsað fljótar og betur en áður í bókstaflegum skilningi.

Mengun af völdum útblásturs bíla (CO-gildi: kolmónoxíð) hefur verið mæld stöðugt í göngunum frá því þau voru opnuð sumarið 1998. CO-nemarnir eru tengdir öryggis- og eftirlitskerfinu og ef loftmengun fer yfir ákveðið mark fara blásarar í gang til að hreinsa út mengaða loftið. Fari þessi mengun yfir „rauða strikið“ er göngunum lokað fyrir umferð á meðan blásararnir vinna sín verk.

Staðreyndin er reyndar sú að svifryk veldur mun oftar og meiri óþægindum en útblástur bíla, einkum að vetrarlagi þegar flest ökutæki eru á nagladekkjum og þyrla upp rykögnum af ýmsu tagi, ökumönnum til ama og óþæginda. Við þessu hefur nú verið brugðist með ryknemum. Unnið er að því að fínstilla búnaðinn og samband nemanna við blásarakerfið. Þar með ætti svifryksmengun (vonandi!) að verða snöggt um minna áberandi í göngunum í vetur en undanfarin ár.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009