Lýsing tvöfölduð - göngin lokuð í fjórar nætur

Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu fjórar nætur vegna framkvæmda við að auka lýsingu yfir akbrautum beggja vegna fjarðar.

Göngin verða lokuð frá miðnætti til kl. 6 að morgni aðfararnætur þriðjudags 19., miðvikudags 20., fimmtudags 21. og föstudags 22. september.

Loftljósum verður fjölgað 250 metra inn í göngin frá hvorum munna. Við þetta tvöfaldast lýsingin og þar með verður minni munur á dagsbirtunni annars vegar og birtunni inni í göngunum hins vegar. Dæmi eru um að vegfarendur, einkum eldra fólk, hafi kallað eftir meiri lýsingu við munnana til að venjast fyrr birtubreytingunni þegar ekið er inn í göngin.

Stjórn Spalar fjallaði um málið á dögunum og ákvað að tvöfalda lýsinguna, vegfarendum til öryggis og þæginda. Framkvæmdir kalla hins vegar á að loka verði göngunum fjórar nætur í röð til að iðnaðarmenn geti athafnað sig eins og nauðsyn krefur.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009