Hraðakstur í Hvalfjarðargöngunum

Lögreglan stóð hundrað og einn ökumann að því að aka yfir leyfilegum hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum fyrir síðustu helgi. Hinir brotlegu óku að jafnaði á tæplega 90 km hraða en þrír mældust á yfir 100 km hraða.

Þetta kemur fram á heimasíðu lögreglunnar í dag. Þar segir að þessi hraðakstur vekji athygli í ljósi þess að „umrædda daga var sérstaklega mikil umræða í þjóðfélaginu um umferðarmál. Þar voru banaslys og hraðakstur einkum til umfjöllunar. Greinilegt er að sumum gengur illa að temja sér betra akturslag í umferðinni og er það mjög miður.“

Lögreglan í Reykjavík annast eftirlit með hraðamyndavélum Hvalfjarðarganga. Hámarkshraði í göngunum er 70 km.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009