Aukin lýsing til mikilla bóta

Vegfarendur sem fara oft um Hvalfjarðargöng komust ekki hjá því að taka eftir breytingunni sem varð þar á dögunum þegar lýsing var tvöfölduð yfir akbrautum til beggja enda. Þessi ráðstöfun eykur enn á öryggi í umferðinni og mælist vel fyrir.

Loftljósum var fjölgað 250 metra inn í göngin frá hvorum munna. Við þetta tvöfaldaðist lýsingin og þar með er minni munur á dagsbirtunni annars vegar og birtunni inni í göngunum hins vegar. Þetta er til mikilla bóta og svarar kalli frá viðskiptavinum Spalar, einkum í hópi eldra fólks, sem óskuðu eftir meira ljósi við munnana til að venjast fyrr birtubreytingunni þegar ekið væri inn í göngin.

Stjórn Spalar fjallaði um málið í sumar og ákvað að bregðast við með því að auka lýsinguna.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009