12 milljóna króna hagnaður á rekstri Spalar

Hagnaður Spalar ehf. á nýliðnu rekstrarári, 1. október 2005 til 30. september 2006, nam 12,2 milljónum króna en á rekstrarárinu þar á undan var 2,3 milljóna króna tap á rekstrinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Spalar sem Kauphöll Íslands birti í morgun.

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar ehf, segir heildarafkomu félagsins í takt við áætlanir þess.

Veggjald nýliðins rekstarárs nam 995 milljónum króna en 986 milljónum króna á rekstrarárinu þar áður.

Rekstrarkostnaður Spalar ehf. án afskrifta fyrir rekstrarárið nam kr. 205 milljónum króna og eykstum 11% frá árinu áður þegar hann nam 185 milljónir króna.

Skuldir Spalar ehf. lækka úr 4.801 milljón króna 30. september 2005 í 4.657 milljónir króna 30. september 2006 eða um 3%.

Tímabilið frá 1. október 2005 til 30. september 2006 er áttunda fjárhagsár í rekstri félagsins. Þá fóru um 1.828.000 ökutæki um göngin og greiddu veggjald, sem er um 12% aukning frá fyrra rekstrarári. Þessi fjöldi samsvarar því að um 5.000 ökutæki hafi farið um göngin að meðaltali dag hvern. Meðaltekjur fyrir hverja ferð um göngin fara lækkandi, bæði að nafnverði og raunvirði. Skýringin er einkum sú að fleiri og fleiri viðskiptavinir nýta sér afsláttarkjör Spalar.

Tilkynning Spalar til Kauphallar Íslands 10. nóvember 2006

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009