Tveir nýir stjórnarmenn Spalar

Fulltrúar Járnblendifélagsins: Þórður til hægri, Ingimundur til vinstri.Fulltrúar Járnblendifélagsins: Þórður til hægri, Ingimundur til vinstri.Umtalsverð nýliðun varð í forystusveit Spalar ehf. á aðalfundinum í dag. Tveir nýir voru kjörnir þar í stjórn félagsins. Umtalsverð nýliðun varð í forystusveit Spalar ehf. á aðalfundinum í dag. Tveir nýir voru kjörnir þar í stjórn félagsins.

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti Hvalfjarðarsveitar, tók sæti í stjórn í stað Helga Þorsteinssonar, fyrrum hreppsnefndarmanns í Skilmannahreppi. Þá kom Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá Íslenska járnblendifélaginu, inn í stjórnina í stað Ingimundar Birnis, framkvæmdastjóra Járnblendifélagsins. 

Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir: Gísli Gíslason, hafnarsstjóri, Gunnar Gunnarsson, aðstoðarvegamálastjóri, og Hafsteinn S. Hafsteinsson, starfsmaður fjármálaráðuneytisins. 

Stjórn Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. var endurkjörin nema hvað Þórður Magnússon leysti Ingimund Birni af hólmi þar líka. Aðrir stjórnarmenn eru Gunnar Gunnarsson, Gísli Gíslason, Guðlaugur Hjörleifsson og Hafsteinn S. Hafsteinsson.

Eignarhaldsfélagið er hið upprunalega félag sem stofnað var vegna Hvalfjarðarganga. Síðar var stofnað einkahlutafélag með sama nafni og tilgangur Spalar hf. er sá að eiga Spöl ehf.! Spölur ehf. sá um framkvæmdirnar við göngin og annast rekstur ganganna. Tilgangur Eignarhaldsfélagsins er að eiga einkahlutafélagið Spöl ehf. 

Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar ehf., minntist Stefáns Reynis Kristinssonar, framkvæmdastjóra félagsins, þegar áður en hann flutti skýrslu stjórnar á aðalfundinum í dag. Stefán Reynir lést 10. desember 2005 eftir erfið og langvarandi veikindi. Hann var enn af frumkvöðlum þess að stofna félag um göng undir Hvalfjörð. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra Spalar árið 1998 og gengdi því til dauðadags. Í stað hans var Gylfi Þórðarson ráðinn framkvæmdastjóri. Hann var einnig í hópi frumkvöðla að gangagerðinni.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009