Viðræður um tvöföldun ganganna og þjóðvegarins á Kjalarnesi

Gísli Gíslason í ræðustóli, Jónas Aðalsteinsson fundarstjóri og Guðlaugur Hjörleifsson fundarritari.Gísli Gíslason í ræðustóli, Jónas Aðalsteinsson fundarstjóri og Guðlaugur Hjörleifsson fundarritari.„Það verður verkefni stjórnar Spalar á komandi mánuðum að taka upp viðræður við samgönguyfirvöld um hvernig tryggja megi að Hvalfjarðargöng og aðliggjandi umferðarmannvirki afkasti þeirri umferð sem fyrirsjáanleg er á komandi árum,“ sagði Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, meðal annars í skýrslu stjórnar félagsins á aðalfundi þess á Akranesi í dag.

Gísli sagði mikilvægt að tryggja vegfarendum besta öryggi en slíkt byggðist á tvöföldum Hvalfjarðarganga og tvöföldun þjóðvegarins um Kjalarnes. Ný umferðarmannvirki í þessa veru myndu síðan tengjast nýrri Sundabraut frá Kollavirði.

Stjórnarformaðurinn sagði að með stöðugri aukningu umferðar ,,styttist í að umferðarhnútar myndist í göngunum á álagstímum" og vakti athygli á að rauntölur um umferð í Hvalfjarðargöngum væru talsvert umfram aukningu umferðar í landinu yfirleitt og umferðarspár.


Það mátti skilja á orðum Gísla að Spalarmenn vilja horfa á úrbætur í samgöngukerfinu í samhengi frá norðurströnd Hvalfjarðar til Reykjavíkur, þ.e. að tvöföldun ganganna hljóti að tengjast umræðunni um aukin afköst umferðaræðarinnar frá Hvalfirði til Reykjavíkur (Sundabraut, Kjalarnes) svo Hvalfjarðargöng verði ekki ,,flöskuháls" á þessari leið eftir tiltölulega fá ár. Orðrétt sagði stjórnarformaðurinn meðal annars:

„Þessi framtíðarsýn er ekki fjarlægur draumur heldur nauðsyn innan fárra ára. Augljóst er að byggðaþróun norðan og sunnan Hvalfjarðar kallar á aðgerðir í þessum efni en stóraukin umferð milli Vesturlands og Norðurlands annars vegar og höfuðborgarsvæðisins hins vegar staðfestir þá miklu breytingu sem hefur átt sér stað varðandi atvinnusókn, skólasókn, afþreyingu, þjónustu og vöruflutninga. Að auki má nefna samstarf sveitarfélaganna norðan Hvalfjarðar og höfuðborgarinnar um þróun Grundartangasvæðisins en umferð um Grundartangahöfn á enn eftir að aukast með tilheyrandi starfsemi í landi. Áskömmum tíma hefur þróunin verið hröð og engin merki eru um annað en að hún haldi áfram í sömu átt. Við berumst því óðfluga að þeim tímamörkum að hefjast þurfi handa um gerð nýrra umferðarmannvirkja, tvöföldun Hvalfjarðarganga og þjóðvegarins um Kjalarnes til að tryggja eðlilegt flæði umferðar norður og suður um Hvalfjörð og ekki síst til að tryggja öryggi vegfarenda eins og kostur er.“

spolur_vidraedur_5_171106spolur_vidraedur_4_171106spolur_vidraedur_3_171106


spolur_vidraedur_2_171106

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009