5.000 bílar á sólarhring - 26.000 veglyklar í umferð!

Alls fóru yfir 1.822.000 bílar um Hvalfjarðargöng á nýliðnu rekstrarári Spalar, frá októberbyrjun 2005 til septemberloka 2006, sem er 12% fjölgun frá fyrra ári. Þetta svarar til þess að rétt liðlega 5.000 bílar hafi farið um göngin á sólarhring.

Þetta kom fram á aðalfundi Spalar á Akranesi í dag. Við blasir að umferðin haldi áfram að aukast og verði yfir 5.100 bílar á sólarhring á almanaksárinu 2006. Rekstrartekjur Spalar jukust um á nýliðnu rekstrarári og skuldir lækkuðu um 3% frá fyrra ári. Félagið skuldar núna tæplega 4,7 milljarða króna. Sé miðað við fast verðlag kemur í ljós að tekjurnar hafa lækkað um tæplega 13% frá fyrsta heila rekstrarári ganganna (1998-1999) og meðalgjald á hvern bíl hefur lækkað um nær 50% að raunvirði á þessum tíma! Veggjaldið hefur þannig stöðugt farið lækkandi, bæði að krónutölu og raungildi, frá því göngin voru tekin í notkun. Stöðug umferðaraukning hefur hins vegar skilað því að allir geta unað glaðir við sitt: Spölur fær tekjur til að standa undir lánum og rekstri og vegfarendur borga minna og minna fyrir að aka undir Hvalfjörð.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009