Flutningabíl frá Flytjanda var ekið á öryggisbita í suðurmunna Hvalfjarðarganga í gærkvöld og þar sat hann fastur. Lögregla stjórnaði umferð fram hjá bílnum til að byrja með en göngunum var síðan lokað alveg á meðan bíllinn var losaður og öryggisbúnaði þeirra komið í samt lag á ný. Sami flutningabíll kom við sögu á sama hátt 6. september síðastliðinn.

„Það verður verkefni stjórnar Spalar á komandi mánuðum að taka upp viðræður við samgönguyfirvöld um hvernig tryggja megi að Hvalfjarðargöng og aðliggjandi umferðarmannvirki afkasti þeirri umferð sem fyrirsjáanleg er á komandi árum,“ sagði Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, meðal annars í skýrslu stjórnar félagsins á aðalfundi þess á Akranesi í dag.

Umtalsverð nýliðun varð í forystusveit Spalar ehf. á aðalfundinum í dag. Tveir nýir voru kjörnir þar í stjórn félagsins. Umtalsverð nýliðun varð í forystusveit Spalar ehf. á aðalfundinum í dag. Tveir nýir voru kjörnir þar í stjórn félagsins.

Hagnaður Spalar ehf. á nýliðnu rekstrarári, 1. október 2005 til 30. september 2006, nam 12,2 milljónum króna en á rekstrarárinu þar á undan var 2,3 milljóna króna tap á rekstrinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Spalar sem Kauphöll Íslands birti í morgun.

Bíll valt í göngunum síðdegis í gær, föstudag, á annatíma í umferðinni. Ökumaður var einn á ferð og slapp ómeiddur. 

Bíllinn er mikið skemmdur, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, og dúkur á gangavegg skemmdist umtalsvert.

Göngin voru lokuð í um eina klukkustund vegna óhappsins.

Vegfarendur sem fara oft um Hvalfjarðargöng komust ekki hjá því að taka eftir breytingunni sem varð þar á dögunum þegar lýsing var tvöfölduð yfir akbrautum til beggja enda. Þessi ráðstöfun eykur enn á öryggi í umferðinni og mælist vel fyrir.

Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu þrjár nætur vegna hefðbundins viðhalds en einkum vegna þess að fjölga á ljósum yfir akbrautum. Lokað verður aðfararnætur þriðjudags, miðvikudags og fimmtudags 14., 15. og 16. október frá miðnætti til kl. 6 að morgni.

Hestakerra fór á hliðina að sunnanverðu í göngunum upp úr miðnætti í nótt. Enginn meiddist en eignatjón er umtalsvert.

Kerran var aftan í bíl sem var á suðurleið þegar óhappið átti sér stað. Ökumaður var einn á ferð og engin hross í kerrunni, sem slóst utan í gangaveggi beggja vegna akbrautar áður en hún skall á hliðina og þegar hún staðnæmdist vísaði dráttarbeislið norðurs. Mikið lán var að umferð var lítil í göngunum því öðrum bílum hefði augljóslega verið hætta búin ef þá hefði borið að á þessu augnabliki.

Göngin voru lokuð í um hálfa aðra klukkstund. Dúkurinn í göngunum skemmdist talsvert beggja vegna.

Lögreglan stóð hundrað og einn ökumann að því að aka yfir leyfilegum hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum fyrir síðustu helgi. Hinir brotlegu óku að jafnaði á tæplega 90 km hraða en þrír mældust á yfir 100 km hraða. 

Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu fjórar nætur vegna framkvæmda við að auka lýsingu yfir akbrautum beggja vegna fjarðar.

Göngin verða lokuð frá miðnætti til kl. 6 að morgni aðfararnætur þriðjudags 19., miðvikudags 20., fimmtudags 21. og föstudags 22. september. 

Umferð í Hvalfjarðargöngum var 15% meiri um verslunarmannahelgina nú en á sama tíma í fyrra. Það kemur tæplega á óvart þegar hafður er í huga straumurinn að sunnan norður yfir heiðar; til Akureyrar, Siglufjarðar og fleiri staða sem höfðu áberandi aðdráttarafl. 

Almenningur er undrandi á að flutningabílar skuli aftur og aftur, dag eftir, dag aka um þjóðvegina með ólöglega háan farm og storka þannig örlögum sínum og annarra vegfarenda. Nokkrir höfðu í dag samband við Spalarmenn símleiðis og bloggarar hafa tekið upp þráðinn á mbl.is í tilefni frétta úr Hvalfjarðargöngum.

Loka varð Hvalfjarðargöngum um tíma í gærkvöld á meðan losað var um flutningabíll með skotbómulyftara á vagni sem rakst harkalega á öryggisbita yfir suðurmunna. Farmurinn var 80 sentimetrum yfir löglegu hámarki!

Lögregla staðfestir með mælingu að hæðin á húsi lyftarans var 5 metrar, 80 sentimetrum umfram löglegt hámark!

Ökumaður flutningabíls sem „lýst var eftir“ í fréttum Sjónvarps í gærkvöld gaf sig fram í dag. Hann ók á öryggisbita beggja vegna í Hvalfjarðargöngum í gær og hélt ótrauður áfram för sinni norður í land.

Linnulitlar fréttir undanfarna daga, af ábyrgðarlausum akstri flutningabílstjóra með alltof háan farm í Hvalfjaðargöngum, urðu vildarvini Spalarsíðunnar efni til að gauka að henni meðfylgjandi myndum frá Bandaríkjunum. Þær sýna afleiðingar glæfraaksturs með alltof háan farm í febrúar síðastliðnum.

Enn einu sinni geri flutningabílstjóri sig sekan um að fara inn í Hvalfjarðargöng með ólöglega háan farm en strandaði þar í bókstaflegum skilningi og varð að snúa við. Þetta átti sér stað í gærkvöld og var fimmta atvik sinnar tegundar á aðeins hálfum öðrum sólarhring.

Ökumenn fjögurra flutningabíla gerðu sig seka um að fara um Hvalfjarðargöng í gær með alltof háan farm og aka á öryggisslár í munnum ganganna og við þá. Ekki fyrr hafa svo mörg atvik af þessu tagi átt sér stað á svo skömmum tíma eða um 14 klukkustundum

Þessir ferðalangar aka frá Reykjavík en beygja ekki við inn á Suðurlandsveg heldur halda áfram og enda í Hvalfirði. Það vantar nefnilega sárlega að merkja greinilega við gatnamót Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar hvaða leið liggi að þessum fjölsóttu ferðamannastöðum á Suðurlandi. Spalarmenn og ferðamálasamtök hafa margoft bent Vegagerðinni á nauðsyn þess að setja Gullfoss og Geysi greinilega inn á skilti við þessi gatnamót en því hefur ekki verið hrundið í framkvæmd. Villuráfandi ferðamenn koma því nær daglega í gjaldskýlið að leita að títtnefndum náttúruperlum og stundum gerist það oft á dag.

Tveir flutningabílar með gröfur á vagni hafa nú keyrt á öryggisbita Hvalfjarðarganga með aðeins einnar viku millibili, valdið verulegu eignatjóni og stofnaði lífi og limum fjölda annarra vegfarenda í stórfellda hættu. Síðara atvikið átti sér stað við norðurmunnann í gærkvöld, 13. júní, en hið fyrra að kvöldi 7. júní síðastliðinn.

Ríkisendurskoðun segir að Speli hafi ekki borið nein skylda til að lækka veggjaldið í Hvalfjarðargöngum, þrátt fyrir batnandi afkomu félagsins, vegna þess að umferðin er mun meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Alls óvíst sé að veggjaldið hefði lækkað ef göngin hefðu verið hrein einkaframkvæmd.

Umferð í Hvalfjarðargöngum var 15% meiri fyrstu átta mánuði yfirstandandi rekstrarárs Spalar en á sama tíma í fyrra. Þá fóru tæplega 900.000 bílar um göngin á tímabilinu en nú vel yfir 1 milljón bíla.

Betur fór en á horfðist þegar fjórir bílar lentu í árekstri sunnarlega í göngunum síðdegis í gær, hvítasunnudag. Níu manns voru fluttir á slysadeild í Reykjavík en meiðsl þeirra voru minniháttar. 

Ökumaður á leið norður sofnaði undir stýri í gær, miðvikudag, og ók utan í vegginn sunnarlega í göngunum. Hann var einn á ferð og slasaðist ekki en bíllinn er verulega skemmdur og var dreginn á brott með kranabíl. Dúkurinn á gangaveggnum skemmdist líka á kafla. Bíllinn fór yfir á öfugan vegarhelming og skall þar á veggnum.

Eldri hjón meiddust minniháttar á laugardagsmorguninn, 20. maí, þegar bíll þeirra lenti harkalega utan í vegg ganganna. Þau voru flutt á slysadeild í Reykjavík. Bíllinn er gjörónýtur.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009