Almannavarnaæfing í apríl

Stefnt er að því að efna til umfangsmikillar almannavarnaæfingar í Hvalfjarðargöngum laugardaginn 16. apríl næstkomandi. Æfing af þessu tagi hefur ekki verið áður í jarðgöngum hérlendis.

Kynningarfundir voru í Reykjavík og á Akranesi í fyrri viku og gert er ráð fyrir að sérstakur undirbúningshópur verði settur á laggir og hefji störf fyrir lok febrúar. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Spölur bera ábyrgð á framkvæmd æfingarinnar.

Mælt er fyrir um það í nýlegri öryggishandbók Hvalfjarðarganga að almannavarnaæfing sé skipulögð þar á fimm ára fresti og æfingin í vor verður sú fyrsta sinnar tegundar. Sviðsett verður alvarlegt umferðarslys þar sem tugir manna koma við sögu inni í göngunum og sömuleiðis er gert ráð fyrir að kvikni þar í bíl. Göngin verða fyllt af reyk til að æfa björgun fólks úr bílflökum og slökkvistarf við mjög erfiðar aðstæður.

Mikill fjöldi fólks mun taka þátt í æfingunni, bæði viðbragðsaðilar og leikarar í hlutverkum slasaðra. Markmiðið er að láta reyna á sem flesta þætti viðbragðsáætlunar Hvalfjarðarganga sem tók gildi 10. maí 2004. Þátttakendur í verða Neyðarlínan, slökkvilið og lögregla frá Akranesi, Borgarnesi og Reykjavík, embætti ríkislögreglustjóra, Brunamálastofnun, Landhelgisgæslan, Landspítali-háskólasjúkrahús, Heilsugæslan og sjúkrahúsið á Akranesi, almannavarnanefndir, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Vegagerðin og að sjálfsögðu Spölur.

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009