Ítrekaður háskaleikur flutningabílastjóra og milljónatjón

Bitafesting dinglar í öryggiskeðju 11. febr.Enn einu sinni má þakka fyrir að ekki hlaust af slys þegar flutningabíll með allt of háan farm keyrði á öryggisbita í munna Hvalfjarðarganga, nú 

Ekið hefur verið af og til á öryggisbitana frá því þeir voru settir upp í apríl 2001. Í vetur hefur hins vegar keyrt um þverbak og frá því milli jóla og nýárs eru skráð sex alvarleg atvik af þessu tagi. Tjón Spalar og tryggingafélaganna skiptir tugum milljóna króna frá upphafi en engin slys hafa orðið á fólki þó legið hafi þar nærri í nokkur skipti. Flutningabílstjórarnir setja sig sjálfa og aðra vegfarendur í stórfellda hættu með vítaverðu hátterni sínu. Skemmdir hafa líka orðið á farminum sem rekst í stálbitana, í sumum tilvikum verulegar.síðast í gærkvöld, þriðjudaginn 22. febrúar. Höggið var mikið, það sést glöggt á bitanum.

Höggin eru jafnan gríðarlega mikil og frá áramótum hefur í tvígang þurft að taka niður bogna og undna öryggisbita og setja nýja í staðinn. Annar þeirra vóg hálft tonn og var yfir suðurmunna ganganna en hinn vóg yfir 700 kg og var yfir norðurmunna. Vel er hægt að ímynda sér hvaða hætta er búin bílum sem aka á eftir flutningabílum sem ryðja slíkum stálflykkjum úr festingum sínum þannig að þau sveiflast til eða falla jafnvel niður á akbrautirnar.

Nærtækt er að nefna dæmi frá 11. febrúar 2005 þegar gámur á flutningabíl hreinsaði af veggnum aðra festingu öryggisbitans yfir suðurmunna. Bílstjórinn hélt samt áfram för sinni án þess að staðnæmast. Sex 25 millimetra stálboltar kubbuðust í sundur, hver um sig á að þola 7-10 tonna átak! Bitafestingin, sem losnaði frá gangaveggnum, er um 60 kg að þyngd og hefði að sjálfsögðu fallið niður á akbrautina ef Spalarmenn hefðu ekki fest við hana öryggis

keðju fyrr í vetur. Fjöldi bíla var á eftir flutningabílnum þegar hann ók á öryggisbitann og allt eins er víst að festingin hefði flogið út á akbrautina við höggið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þakka ber keðjunni að svo fór ekki. Hins vegar urðu skemmdir á þaki flutningabíls sem á eftir kom þegar hann rakst upp í dinglandi festinguna í gangaloftinu. Aðeins var liðinn einn sólarhringur frá því þessi sami öryggisbiti var settur upp eftir hliðstæða ákeyrslu!

Flutningabíllinn umræddi var á suðurleið með gám og slapp undir öryggisbita í norðurmunna ef til vill með því bílstjórinn hleypti úr loftpúðum bílsins og lækkaði hann nægilega mikið. Bílnum var síðan ekið á fullri ferð á bitann yfir suðurmunna á leið til Reykjavíkur. Sjá má í öryggismyndavél ganganna að höggið var gríðarlegt og bíllinn hnykktist til. Samt hélt bílstjórinn áfram för sinni án þess að hægja ferðina, hvað þá nema staðar! Vaktmenn í gjaldskýli urðu atviksins varir og létu lögreglu strax vita. Hún hafði upp á bílstjóranum og tók af honum skýrslu. Hvað gerist svo er undir lögreglunni komið. 

 

6 boltar slitnuðu; þeir þola 7-10 tonna átak hver!

Lögum samkvæmt má farmur ekki vera hærri en 4,20 metrar og stálbitarnir í munnum Hvalfjarðarganga eru mjög ríflega í þeirri hæð. Bílstjórar brjóta því augljóslega lög þegar þeir flytja farm sem rekst upp í bitana og bæta gráu ofan á svart með því að stinga af efir áreksturinn. Augljóst er af myndumm sem til eru úr öryggismyndavélunum, að bílstjórnarnir vita margir hverjir upp á sig skömmina og gera sér grein fyrir að farmurinn er of hár. Samt reyna þeir að þjösnast undir öryggisbitana. Áður fyrr tókst sumum reyndar að forða sér og sleppa alveg án þess að svara fyrir brot sín. Tjónið lenti þá á Speli. Myndavélakerfi ganganna er hins vegar orðið svo fullkomið núna að sáralitlar líkur eru á að brotlegir bílstjórar geti látið sig hverfa. Þá kemur til kasta tryggingarfélaga að bæta tjón á stálbitum og tilheyrandi festingum, tjón á farmi og sjálfum bílunum þegar slíkt á við.

Stálbitum í gangamunnunum er ætlað að vernda blásara og annan dýran búnað í lofti Hvalfjarðarganga. Þeir voru settir upp þegar ljóst var að veigaminni öryggisslár dugðu hvergi til að stöðva lögbrjóta með ólöglega háan farm. Mælirinn fylltist sumarið 2000 þegar bjartsýnismaður einn reyndi að flytja heilt sumarhús í gegnum göngin. Hæð farmsins var 4,60 metrar og ferðalagið endaði 1.400 metra inni í göngunum. Þá rakst mænir hússins rakst upp í blásara og annan búnað og allt sat fast, bæði farmur og bíll.

Undrun sætir að sumir bílstjórar skuli ítrekað leika sér að eldinum og flytja farm sem er miklu hærri en lög leyfa. Auðvitað er með öllu ábyrgðarlaust að storka örlögunum með því að aka á öryggisbúnað Hvalfjarðarganga og stofna þannig lífi og limum annarra vegfarenda í stórfellda hættu.

Spölur hefur af gefnu tilefni vakið athygli lögreglunnar á alvöru málsins enda ætlast félagið til þess að lög um hámarkshæð farms séu virt í Hvalfjarðargöngum engu síður en lög um hámarkshraða.

Boginn biti eftir árekstur við gröfu á bílpalli 22. febrúar. Festingin brotin og allt dinglandi í keðjum yfir akbrautinni 11. febrúar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009