Og Vodafone setur upp GSM-senda í göngunum

Viðskiptavinir Og Vodafone geta tekið gleði sína á ferð um Hvalfjarðargöng því nú geta þeir notað GSM-símana sína þar líka. Áður var einungis hægt að nota farsíma Og Vodafone til að hringja á Neyðarlínuna. Frá þessu var formlega gengið 2. mars 2005 þegar Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri OgVodafone og Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar, undirrituðu samning um heimild til handa OgVodafone að eiga og reka GSM-senda í göngunum.

Landssíminn setti upp á sínum tíma sendibúnað fyrir GSM-þjónustu í Hvalfjarðargöngum og viðskiptavinir fyrirtækisins hafa alltaf getað notað farsímana sína á ferð um göngin allt frá því þau voru opnuð í júlí 1998. Einkafyrirtækin í talsímaþjónustu fengu ekki aðgang að kerfi Símans í Hvalfjarðargöngum, þ.e.a.s. Tal, Íslandssími og síðar Og Vodafone. Viðskiptavinir þessara fyrirtækja gátu einungis hringt í 112 inni í göngunum en ekki notað gemsana sína að öðru leyti. Ráðamenn Og Vodafone ákváðu að bæta úr þessu um leið og fyrirtækið efldi þjónustu sína á Akranesi og víðar á Vesturlandi, meðal annars í sumarbústaðabyggðum og á hringveginum.

Spölur sem á og rekur Hvalfjarðargöng, fagnar því að sjálfsögðu að allir farsímanotendur séu þar loksins í góðu sambandi við umheiminn. Fyrir félagið skiptir það hins vegar mestu máli að öryggi vegfarenda í göngunum skuli nú enn betur tryggt eftir að sendar Og Vodafone voru teknir í gagnið.

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009