Veggjald í Hvalfjarðargöngum lækkar um allt að 38%

Forsenda lækkunar veggjaldsins eru samningar Spalar við Íslandsbanka um að endurfjármagna lán félagsins. Bjarni Ármannsson og Gísli Gíslason handsöluðu samningana í dag eftir undirskrift í Hvalfjarðargangasafninu á Akranesi. Til vinstri við Bjarna er Jóhannes Hauksson úr Íslandsbanka, til hægri við Gísla er Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar.Forsenda lækkunar veggjaldsins eru samningar Spalar við Íslandsbanka um að endurfjármagna lán félagsins. Bjarni Ármannsson og Gísli Gíslason handsöluðu samningana í dag eftir undirskrift í Hvalfjarðargangasafninu á Akranesi. Til vinstri við Bjarna er Jóhannes Hauksson úr Íslandsbanka, til hægri við Gísla er Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar.Ný gjaldskrá Spalar ehf. fyrir umferð í Hvalfjarðargöngum tók gildi í dag, 1. apríl. Veggjald fastra viðskiptavina (áskrifenda) í öllum gjaldflokkum lækkar og sömuleiðis lækkar verð á 10 ferða afsláttarkortum. Gjald fyrir stakar ferðir breytist ekki.

Markmið gjaldskrárbreytinganna er að láta þá viðskiptavini njóta mestrar lækkunar sem oftast aka um göngin á venjulegum heimilisbílum. Veggjald áskriftarferða fyrir stærri bíla í efri gjaldflokkum lækkar einnig en mun minna.

  • Verð 100 áskriftarferða fjölskyldubíla lækkar langmest eða um 38%. Þessir viðskiptavinir aka nú um göngin fyrir 270 krónur í stað 440 króna áður.
  • Verð 40 áskriftarferða fjölskyldubíla lækkar um 29%. Þessir viðskiptavinir aka nú um göngin fyrir 390 krónur í stað 550 króna áður.
  • Notendur afsláttarkorta borga nú 600 krónur fyrir hverja ferð í stað 700 króna áður; lækkun um 14%.
  • Lækkun veggjaldsins skilar sér að sjálfsögðu til viðskiptavina sem eiga inni á reikningum sínum hjá Speli. Ónotuðum ferðum þeirra fjölgar sjálfkrafa í dag í samræmi við inneignina.
  • Áskrifendur ferða um Hvalfjarðargöng geta innan tíðar fengið upplýsingar um stöðu viðskiptareiknings síns á heimasíðu Spalar, spolur.is. Þeir sjá hve margar ferðir hafa verið notaðar af ,,kvótanum? hverju sinni og hve margar ferðir eru eftir.

Þegar samningar voru gerðir við lánveitendur Hvalfjarðarganga á sínum tíma var kveðið á um að veggjaldið fylgdi verðlagsþróun á Íslandi og hækkaði í takt við verðbólguna á hverjum tíma. Það hefur ekki gerst vegna þess að umferð er meiri og tekjur meiri en ætlað var í upphafi. Ef horft er til hækkunar framfærsluvísitölu annars vegar og veggjaldsins hins vegar frá 1998 kemur í ljós að staka gjaldið í flokki heimilisbíla (,,þúsundkallinn?) hefur lækkað um 24% að raungildi og verð 40 áskriftarferða heimilisbíla hefur lækkað um helming að raungildi!

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009