Göngin lokuð 16. apríl vegna almannavarnaæfingar

Almannavarnaæfingin ,,Hvalfjarðargöng 2005? verður á laugardaginn kemur, 16. apríl, til að samhæfa viðbrögð vegna hópslyss. Göngin verða lokuð af því tilefni kl. 8:00-15:00. Æfingin er á vegum Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Spalar ehf. og á henni verður látið reyna á viðbragðsáætlun Hvalfjarðarganga sem tók gildi í maí 2004.

Ætlunin er að sviðsetja árekstur þar sem koma við sögu rúta og tveir fólksbílar neðst í göngunum. Tugir manna slasast og kviknar í einum bílanna. Ætla má að allt að 200 manns taki þátt í æfingunni, sem er sú umfangsmesta sinnar tegundar í veggöngum hérlendis.

Þátttakendur eru meðal annars Neyðarlínan, slökkvilið og lögregla beggja vegna Hvalfjarðar, embætti ríkislögreglustjóra, Sjúkrahús og heilsugæslustöðin Akranesi, Landspítalinn-háskólasjúkrahús, Landhelgisgæslan, björgunarsveitir, Rauði krossinn og Spölur. Að auki koma tugir manna af Akranesi og úr Reykjavík að æfingunni sem leikarar í hlutverkum slasaðra.

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009