Bílaleikur með alvarlegan undirtón!

Tugir manna á besta aldri stóðu við borð á hóteli Barbró á Akranesi í kvöld, óku leikfangabílum eftir borðplötu og færðu Lego-kubba til og frá. Þarna voru væntanlegir þátttakendur í almannavarnaæfingunni Hvalfjarðargöng 2005 að stilla saman strengi og fara yfir hlutverk sín í sjálfri æfingunni á morgun.

Þessi samkoma á Barbró hófst upp úr klukkan 18 og var svokölluð skrifborðsæfing fyrir lykilstjórnendur. Farið var rækilega yfir hverjir ættu að gera hvað beggja vegna ganga og í göngunum sjálfum undir stjórn Víðis Reynissonar, verkefnisstjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hann stjórnar almannavarnaæfingunni í Hvalfjarðargöngum. Að skrifborðsæfingunni lokinni hófst kynningarfundur og þá fjölgaði enn í salnum. Um fjörtíu manns voru á skrifborðsæfingunni og hátt í tuttugu bættust við á fundinum í kjölfarið. Margar spurningar vöknuðu um stór og smá atriði. Fyrirspurnir voru margar og ýmis óljós atriði skýrðust í umræðunum. Fundirnir tveir á Akranesi stóðu yfir samfellt á fjórðu klukkustund og auðheyrt var að spenna þátttakenda magnaðist verulega fyrir morgundaginn eftir því sem á leið. Fundarmenn hefðu sjálfsagt verið til í að sitja enn lengur og ræða málin en hótelhaldarar höfðu sett sem skilyrði að bílaleik og umræðum viðbragðsaðila Hvalfjarðarganga lyki á skikkanlegum tíma til að unnt yrði að undirbúa fundarsalinn fyrir tónleika Magnúsar Eiríkssonar og Kristjáns Kristjánssonar - KK - sem hefjast áttu klukkan 22 í kvöld á Barbró. Að sjálfsögðu var tekið tillit til þessa og Maggi og KK gátu hafið upp raust sína á tilsettum tíma.
Leikfangabílar og þyrla á sínum stöðum í göngunum á skrifborðsæfingunni á Barbró.Leikfangabílar og þyrla á sínum stöðum í göngunum á skrifborðsæfingunni á Barbró.Hluti væntanlegra þátttakenda á æfingunni á kynningarfundinum á Akranesi í kvöld.Hluti væntanlegra þátttakenda á æfingunni á kynningarfundinum á Akranesi í kvöld.

 

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009