Allir ánægðir en nægt umhugsunarefni

Á sjötta tug manna var á rýnifundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Spalar á Hóteli Barbró á Akranesi í gærkvöld til að fara í smáatriðum yfir æfinguna á laugardaginn, staðfesta þá þætti sem þóttu hafa tekist vel en greina það sem miður fór. Fjöldi fólks talaði á fundinum sem stóð yfir í hálfa þriðju klukkustund. Allir voru afskaplega ánægðir með æfinguna sem slíka og hve gagnlegt hefði verið að fá að taka þátt í henni.

Sumir tóku í fyrsta sinn þátt í almannavarnaæfingu, aðrir höfðu komið nálægt slíku áður og enn aðrir voru greinilega gamlir refir með þekkingu og reynslu í ríkum mæli sem þeir gátu miðlað af. Fulltrúar einstakra verkþátta æfingarinnar fjölluðu um sína reynslu en í lokin komu fram sjónarmið nokkurra ,,ósýnilegra" þátttakenda sem höfðu það hlutverk að fylgjast með, beinlínis til að taka atburðarásina og frammistöðu björgunarliðs fyrir á gagnrýninn hátt. Umræðurnar á fundinum voru líflegar og uppbyggilegar og öruggt mál að tímabært var að stilla saman strengi þeirra fjölmörgu sem að slíkum atburðum kæmu.

Þátttakendur voru höfðu margir hverjir skrifað hjá sér minnispunkta um æfinguna og aðrir eiga eftir að stinga niður penna. Minnispunktana má senda til fulltrúa almannavarna (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) eða Spalar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.), sem sjá um að koma út skýrslu um almannavarnaæfinguna Hvalfjarðargöng 2005.

Spölur þakkar öllum sem þátt tóku í æfingunni innilega fyrir framlagið og samstarfið, einkum eiga leikarar í hlutverkum slasaðra miklar þakkir skildar fyrir einstaklega góða frammistöðu. Um þá féllu mörg hlý orð á rýnifundinum og það áttu krakkarnir svo sannarlega skilið.

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009