Með kústa á lofti í vorhreingerningunni

Það var skrúbbað, skafið, skrúfað og málað undanfarnar nætur þegar lokað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöng vegna árlegrar vorhreingerningar þar. Göngin eru þvegin í orðsins fyllstu merkingu á hverju vori en auk þess er tækifærið notað til viðhaldsvinnu og til að hressa upp á hvítu línurnar á akbrautum.

Starfsmenn ýmissa verktaka sinna tilteknum þáttum þessara vorverka, auk starfsmanna Spalar og GTT ehf., fyrirtækisins sem annast daglegt viðhald búnaðar í Hvalfjarðargöngum. Rjúkandi kaffi er á könnunni í gjaldskýlinu og sérstök stemmning ríkir þessar vökunætur enda er hreinsun Hvalfjarðarganga álíka öruggur sumarboði og koma farfuglanna.

Einstaka vegfarandi kann reyndar ekki að meta að göngin skuli vera lokuð þrjár nætur í röð og lætur í sér heyra í símanum. Langflestir hafa hins vegar ríkan skilning á að þetta samgöngumannvirki þurfi umönnun og viðhald til að geta gegnt hlutverki sínu sem best.
Menn frá GTT uppi í rjáfri í körfubílnum sínum. Hresst upp á línur við gjaldskýlið.
Aðalsteinn Vilbergsson og Marínó Tryggason með kústana sína. Gjaldskýlið um miðja nótt. Kiddi á vaktinni, Kristján Kristjánsson.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009