Myndavélaeftirlit í endilöngum göngunum!

Eigendur Icetronica ehf. við tölvuskjá í gjaldskýli ganganna: Bjarni Ágústsson, framkvæmdastjóri til vinstri og Haraldur Hjartarson, sölustjóri.Eigendur Icetronica ehf. við tölvuskjá í gjaldskýli ganganna: Bjarni Ágústsson, framkvæmdastjóri til vinstri og Haraldur Hjartarson, sölustjóri.

Nýtt og fullkomið eftirlitsmyndakerfi var formlega tekið í notkun í Hvalfjarðargöngum í dag, eitt umfangsmesta sinnar tegundar hér á landi. Þetta eru tímamót í rekstri og öryggismálum ganganna.

Starfsmenn í gjaldskýli geta nú fylgst á tölvuskjám með öllu sem gerist í göngunum sjálfum og utan munna beggja vegna fjarðarins. Allar hreyfingar í sjónsviði myndavélanna eru teknar upp allan sólarhringinn, þ.e.a.s. ef enginn bíll er á ferð að næturlagi er ekkert tekið upp en um leið og bíll kemur fara upptökutæki sjálfkrafa í gang.

Myndavélakerfið er frá fyrirtækinu Icetronica ehf. Starfsmenn þess hafa undanfarið unnið að því að setja það upp og stilla eftir kúnstarinnar reglum. Myndirnar berast inn í gjaldskýlið eftir ljósleiðara, ótrúlega skarpar og góðar. Unnt er að hreyfa myndavélarnar fram og til baka, upp og niður, og á þeim eru meira að segja aðdráttarlinsur.

Unnið að uppsetningu myndavélanna í göngunum.Unnið að uppsetningu myndavélanna í göngunum.

Spalarmenn hafa lengi velt fyrir sér að myndavélavæða göngin og ýmsir viðbragðsaðilar, ekki síst Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, hafa mælt eindregið með því að þetta skref yrði stigið enda augljóst mál að það eykur verulega öryggi og breytir tilverunni verulega að geta séð á skjá hvað er að gerast og hvar í göngunum, komi eitthvað upp á. Nú er þetta sem sagt orðið að veruleika og markar tvímælalaust tímamót í sögu Hvalfjarðarganga.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009