Heldur minni umferð var um Hvalfjarðargöng um verslunarmannahelgina í ár en í fyrra. Alls fóru rúmlega 33.000 bílar um göngin frá fimmtudegi til mánudags, um 1.100 bílum færra en á sama tíma í fyrra.
Þessar tölur benda til þess að mannamót á Norðurlandi um verslunarmannahelgina hafi dregið að sér færra fólk af höfuðborgarsvæðinu nú en sumarið 2004. Í fyrra fóru þannig 34.306 bílar um göngin um verslunarmannahelgina en 33.183 bílar í ár.
Athyglisvert er að umferðin var umtalsvert meiri á fimmtudaginn fyrir verslunarmannahelgi í ár en í fyrra og sömuleiðis á sunnudaginn. Heildaráhrifin birtast hins vegar í tölum fyrir föstudag og mánudag. frídag verslunarmanna. Fækkunin er nálægt þúsund bílum hvorn dag miðað við sömu daga í fyrra.
Umferðin um verslunarmannahelgi 2005 og 2004
2005 | 2004 | |
Fimmtudagur | 6.903 | 6.486 |
Föstudagur | 8.031 | 9.057 |
Laugardagur | 5.358 | 5.601 |
Sunnudagur | 5.761 | 5.164 |
Mánudagur | 7.130 | 7.998 |
Alls | 33.183 | 34.306 |