Enn er ekið á bita og skilti

Enn er ekið á bita og skiltiEnn og aftur stunda flutningabílastjórar þann ljóta leik að fara um göngin með farm sem er miklu hærri en leyfilegt er. Meðfylgjandi myndir eru til vitnis um þetta. þær voru teknar sunnan Hvalfjarðar síðastliðinn föstudag, 4. nóvember. Skiltið yfir akbrautinni er í sömu hæð og stálbitarnir sem eru í gangamunnunum beggja vegna, vel fyrir ofan löglega hæð bíls/farms. Ef farmur rekst með öðrum upp í skiltið á viðkomandi með réttu ekki að halda áfram för en margir láta sér ekki segjast, eins og dæmin sanna, og vaða áfram. Hæðarskiltið á myndunum var sett upp nýtt miðvikudaginn 2. nóvember, tveimur dögum síðar var það ónýtt! 

Enn er ekið á bita og skiltiÞetta er því miður fjarri því að vera einsdæmi. Af og til hefur það gerst í haust og vetur að keyrt hefur verið á skiltin og stálbitana, sem ætlað er að verja blásara og annan búnað í lofti ganganna. Bílstjórar sem þannig hegða sér stofna sér, ökutækjum sínum og farminum í hættu en alvarlegri er samt hættan sem steðjar að öðrum vegfarendum í verstu tilvikum þegar stálbitar og festingar þeirra losna og falla jafnvel niður á akbrautina.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009