Um tíu milljónasta bíllinn og spádómsgáfu Halldórs Blöndals

Frá vinstri: Magnús Brandsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akranesi, Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar, Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, Marínó Tryggvason, öryggisstjóri Spalar og Sigurður Jónsson, starfsmaður Spalar.Frá vinstri: Magnús Brandsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akranesi, Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar, Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, Marínó Tryggvason, öryggisstjóri Spalar og Sigurður Jónsson, starfsmaður Spalar.Alls hafa 9,3 milljónir bíla ekið um Hvalfjarðargöng frá því þau voru opnuð sumarið 1998 og ætla má að tíu milljónasti bíllinn fari undir fjörðinn á fyrsta fjórðungi ársins 2006, í síðasta lagi í mars.

Stjórnarformaður Spalar sagði á aðalfundi félagsins síðastliðinn föstudag að meðalumferð á síðasta rekstrarári hefði verið 4.460 bílar á sólarhring, sem væri 14% aukning frá fyrra ári þegar sólarhringsumferðin var 3.896 bílar að meðaltali. Gísli Gíslason rifjaði upp í leiðinni að það hefði þótt bjartsýni forðum daga þegar ráðamenn Spalar vonuðust eftir sólarhringsumferð upp á 1.700 bíla að jafnaði! Hann greindi jafnframt frá því að byrjað væri að ræða um ný göng undir Hvalfjörð enda væru göngin hönnuð fyrir meðalumferð allt að 5.000 bíla á sólarhring og ljóst væri að stöðug aukning umferðar „bankaði upp í þetta þak“:

„Stjórn Spalar ehf. hefur óskað eftir aðstoð Vegagerðarinnar við að meta þörf á stækkun Hvalfjarðarganga, því ljóst er að með áframhaldandi umferðaraukningu styttist í nauðsyn þess að ráðist verði í það verkefni. Í því sambandi er nauðsynlegt að vinna umferðarspá, skoða skipulags- og umhverfismál og loks að taka upp viðræður við ríkið um með hvaða hætti verður ráðist í þetta verkefni. Nú hillir undir framkvæmdir við Sundabraut og án vafa mun sú framkvæmd leiða til aukinnar umferðar samhliða því að sameining hafna við Faxaflóa leiðir til aukninnar umferðar og umsvifa á Grundartanga. Við opnun Hvalfjarðarganga árið 1998 sagði Halldór Blöndal, þáverandi samgönguráðherra, að innan tveggja áratuga yrðu gerð önnur göng við hlið núverandi ganga. Svo virðist sem hann verði sannspár fyrr en ætla mátti á þeim tíma.“


Árni Þór Sigurðsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, blaðar í fundargögnum.  Með honum við borðið frá vinstri þrír stjórnarmenn í Speli ehf.: Helgi Þorsteinsson, oddviti Skilmannahrepps, Hafsteinn S. Hafsteinsson, lögfræðingur í fjármálaráðuneyti og Ingimundur Birnir, verkfræðingur hjá Járnblendifélaginu.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009