Mikil aukning umferðar bætti upp tekjufalls vegna lægri veggjalds

Hrefna Jónsdóttir, frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, Guðmundur Guðmundsson og Bragi Ingólfsson, báðir fyrrum starfsmenn Sementsverksmiðjunnar.  Næst glugganum er Magnús Brandsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akranesi.Hrefna Jónsdóttir, frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, Guðmundur Guðmundsson og Bragi Ingólfsson, báðir fyrrum starfsmenn Sementsverksmiðjunnar. Næst glugganum er Magnús Brandsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akranesi.

Nettótekjur Spalar af hverri ferð ökutækis um Hvalfjarðargöng voru 24% minni í apríl í ár en í marsmánuði, sem eru glögg áhrif þess að veggjald í göngunum lækkaði verulega með nýrri og breyttri gjaldskrá sem tók gildi 1. apríl. Tekjurýrnunin var að jafnaði 17% á hverja ferð frá apríl til október 2005, þ.e.a.s. eftir gjaldskrárbreytinguna.

Heildartekjur Spalar frá apríl til október 2005 voru 580 milljónir króna, 2,6% minni en á sama tímabili í fyrra. Umferðin í göngunum jókst nefnilega um 14% frá fyrra rekstrarári og tekjur af aukinni umferð fóru langt með að brúa bilið sem ella hefði myndast milli tekna og gjalda í ársreikningi Spalar í kjölfar stórfelldrar lækkunar veggjalds í vor. Þetta kom fram á aðalfundi Spalar á Akranesi á föstudaginn var, 11. nóvember.

Aukning langt um fram spá
Áhrif lækkunar veggjalds á tekjustreymi Spalar eru í samræmi við áætlanir sem fyrir lágu þegar samið var við Íslandsbanka í mars 2005 um að endurfjármagna skuldir félagsins og ný gjaldskrá var birt í framhaldi af því. Umferðaraukningin var hins vegar langt um fram spár og reyndar gat Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar ehf. ekki orða bundist um þá staðreynd í skýrslu stjórnar á aðalfundinum: ,,Það hefur verið flestum hulin ráðgáta eftir hvaða lögmálum þróun umferðar er um Hvalfjarðargöng!"

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar, Ólafur Þór Jóhannsson, endurskoðandi Spalar, Marínó Tryggvason, öryggisstjóri Spalar og Sigurður Jónsson, starfsmaður Spalar.Stórfelld raunlækkun veggjalds frá opnun ganganna
Umferðaraukningin kom Speli afskaplega vel á nýliðnu rekstrarári og fróðlegt verður að sjá þróunina á því rekstrarári sem nýhafið er. Upplýsingar um tekjur og afkomu Spalar staðfestu hins vegar að vegfarendur, viðskiptavinir félagsins, njóta mikillar lækkunar veggalds. Reyndar er það svo að veggjaldið hefur lækkað um tugi prósenta frá því göngin voru opnuð sumarið 1998, hvort heldur horft er við nafnvirðis eða raunvirðis.

Á öllu síðasta rekstrarári námu tekjur Spalar af veggjaldi 986 milljónum króna en þær voru 922 milljónir króna á rekstrarárinu þar áður. Tap félagsins var 8 milljónir króna á síðasta rekstrarári en hins vegar skilaði félagið 59 milljóna króna hagnaði á rekstrarárinu þar á undan.

Lögfræðiálit um að virðisaukaskattur af veggjaldi skuli felldur niður
Stjórnarformaður greindi frá því að stjórn félagsins hefði í desember 2005 sent fjármálaráðherra erindi og spurst fyrir um hvort vænta mætti breytinga á innheimtu virðisaukaskatts af veggjaldinu í Hvalfjarðargöngum. Í samningum Spalar ehf. og ríkisins væri ákvæði um að virðisaukaskattu af veggjaldi skyldi vera 14% eða hið sama og af fólksflutningum. Í ljósi þess að ekki væri innheimtur virðisaukaskattur af fólksflutningum hefði stjórn Spalar jafnframt óskað eftir áliti lögfræðings á framkvæmd og efni þessa ákvæðis í samningnum við ríkið. Gísli gat þess í framhjáhlaupi að á næsta ári yrði greiddur virðisaukaskattur orðinn álíka upphæð og fékkst endurgreidd af framkvæmdinni á sínum tíma.

 
 
 
 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009