Nú mega brotamenn vara sig!

Spalarmenn ætlast til þess að áskrifendur að afsláttarferðum um Hvalfjarðargöng virði ákvæði samnings þar að lútandi og hafa ákveðið að ganga hart eftir því að svo sé gert.

Nokkur brögð eru að því að áskrifendur afsláttarferða virði að vettugi skýr ákvæði samninga við Spöl þar sem þeir skuldbinda sig til að festa veglyklana sína tryggilega innan á framrúðu tiltekinna bíla. Veglyklarnir eru með öðrum orðum hafðir lausir og fólk flakkar jafnvel með þá milli bíla, sem er algjörlega óheimilt. Skilmerkilega kemur fram í áskriftarsamningi að veglykill sé skráður á ákveðið bílnúmer og þar við situr.

Í sumum tilvikum er flakkað með veglykil milli bíla í eigu sömu fjölskyldu. Slíkt ,,vandamál" er auðvelt að leysa því gert ráð fyrir að fleiri en einn veglykill geti tengst sama viðskiptareikningi hjá Speli ef áskrifandi og maki hans eiga til dæmis tvo eða fleiri bíla.

Starfsmenn Spalar hafa hrundið af stað átaki til að fækka og helst koma alveg í veg fyrir veglyklaflakkið. Þar kemur að góðum notum endurbætt eftirlitskerfi í gjaldhliðinu norðan Hvalfjarðar.

Sekt og punktar fyrir að aka gegn rauðu ljósi í gjaldhliðinu
Þá kemur af og til fyrir að menn fari um gjaldhliðin á ytri akreinum án þess að hafa neina veglykla í bílunum; reyni með öðrum orðum að stelast í gegnum göngin án þess að borga. Hart verður tekið eftirleiðis á slíku háttarlagi enda jafngildir það að aka gegn rauðu ljósi við gjaldskýli Hvalfjarðarganga því að fara yfir á rauðu hvar sem er annars staðar á landinu.

Vegfarendur sem smygla sér í gegn, án þess að borga, tryggja það í leiðinni að löggæsluyfirvöld landsins eignast myndir af bílunum þeirra, teknar á þeirri stundu sem lögbrotið er framið. Viðkomandi mega síðan búast við að fá 15.000 króna sekt og fjóra refsipunkta í ökuferliskrána sína. Fyrir þá sektarupphæð má aka oft og lengi um Hvalfjarðargöng á hinum hinum sérlega hagstæðu áskriftarkjörum Spalar og komast jafnframt hjá því að fá refsistig í kladdann!

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009