Stefán Reynir látinn

Stefán Reynir KristinssonStefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar, lést á Landspítala-háskólasjúkrahúsi síðastliðinn laugardag, 10. desember, sextugur að aldri. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík á föstudaginn kemur, 16. desember, kl. 13:00. Skrifstofur Spalar verða af því tilefni lokaðar eftir kl. 11:00 á föstudaginn.

Stefán Reynir var einn af stofnendum Spalar og fulltrúi Járnblendifélagsins í fyrstu stjórn félagins. Hann sat í stjórn Spalar þar til hann tók við sem framkvæmdastjóri félagsins 1. mars 1998. Því starfi gegndi hann til æviloka.

Stefán Reynir var farsæll stjórnandi og bjó að mikilli þekkingu og reynslu í fyrirtækjarekstri og fjármálastarfsemi sem Spölur naut góðs af. Hann var á sínum tíma öflugur liðsmaður í baráttunni fyrir því að vinna hugmyndinni um Hvalfjarðargöng stuðning meðal fjárfesta og annarra og átti stóran hlut í að samningar tókust um sjálfa framkvæmdina.

Stjórn, stjórnendur og starfsmenn Spalar færa Stefáni Reyni Kristinssyni innilegar þakkir við leiðarlok og votta fjölskyldu hans dýpstu samúð. 

Stefán Reynir í ræðustóli á síðasta aðalfundi Spalar sem heilsan leyfði að hann sækti,
Stefán í stofu hjá Jóni Sigurðssyni, félaga sínum og fyrrum
 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009