3.000 króna álag á veggjald fyrir að stelast gegnum göngin

Frá og með 1. janúar 2006 innheimtir Spölur veggjald með 3.000 króna álagi hjá þeim sem aka um gjaldhlið Hvalfjarðarganga án þess að borga. Stjórn félagsins samþykkti þetta fyrir jól.

Nokkur brögð eru að því að menn aki um gjaldhliðið á ytri akreinum án þess að hafa veglykla í bílunum; stelist með öðrum orðum í gegn án þess að greiða tilskilið veggjald. Spalarstjórn ákvað að bregðast við með því að samþykkja þá breytingu á gjaldskrá Hvalfjarðarganga að innheimt skuli sérstakt 3.000 álag á veggjald fyrir staka ferð hjá þeim sem brjóta af sér á þennan hátt. Gjaldskrárbreytingin tekur gildi nú á nýársdag.

Veggjald fyrir staka ferð fjölskyldubíls er 1.000 krónur og því þurfa eigendur slíks bíls að greiða alls 4.000 krónur fyrir að stelast í gegn án þess að borga (1.000+3000 kr.). Í gjaldflokki II er hliðstætt gjald með álagi alls 6.000 krónur (3.000+3000 kr.) og í gjaldflokki III er veggjald að viðbættu álagi 6.800 krónur (3.800+3.000 kr.).

Þar með er öll sagan ekki sögð því þeir sem stelast án veglykils í gegnum gjaldhliðið aka gegn rauðu ljósi og slíkt háttarlag telst nákvæmlega jafnalvarlegt umferðarlagabrot og að fara yfir á rauðu ljósi á gatnamótum og gangbrautum hvar sem er annars staðar í gatnakerfi landsins. Brotamenn af þessu tagi mega þannig búast við að fá 15.000 króna sekt og fjóra refsipunkta í ökuferilsskrána sína, auk veggjalds og 3.000 króna álags Spalar!

Eigandi fjölskyldubíls þarf með öðrum orðum að punga út með alls 19.000 krónur fyrir eina ferð í heimildarleysi. Fyrir þá upphæð gæti viðkomandi farið 70 sinnum um göngin ef hann er áskrifandi að 100 ferðum en 49 sinnum ef hann er áskrifandi að 40 ferðum!

Ætli sé nú ekki gáfulegra að gerast einfaldlega áskrifandi að þessum vildarkjörum Spalar þegar í stað frekar en stofna til heimskulegra aukaútgjalda með með því að kalla yfir sig stórfelld útgjöld og vandræði: álag, sekt og refsistig í kladdann - fyrir að spara sér heilar 270 krónur (sem áskrifendur 100 ferða greiða í hvert skipti sem þeir aka um Hvalfjarðargöng)?

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009