Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar, lést á Landspítala-háskólasjúkrahúsi síðastliðinn laugardag, 10. desember, sextugur að aldri. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík á föstudaginn kemur, 16. desember, kl. 13:00. Skrifstofur Spalar verða af því tilefni lokaðar eftir kl. 11:00 á föstudaginn.

Spalarmenn ætlast til þess að áskrifendur að afsláttarferðum um Hvalfjarðargöng virði ákvæði samnings þar að lútandi og hafa ákveðið að ganga hart eftir því að svo sé gert.

Nettótekjur Spalar af hverri ferð ökutækis um Hvalfjarðargöng voru 24% minni í apríl í ár en í marsmánuði, sem eru glögg áhrif þess að veggjald í göngunum lækkaði verulega með nýrri og breyttri gjaldskrá sem tók gildi 1. apríl. Tekjurýrnunin var að jafnaði 17% á hverja ferð frá apríl til október 2005, þ.e.a.s. eftir gjaldskrárbreytinguna.

Flutningabíll á norðurleið keyrði af miklu afli á öryggisbitann yfir gangamunnanum að norðanverðu um hálfsexleytið í gær, 8. nóvember, og sleit hann lausan úr festingunum beggja vegna. Þetta er enn eitt atvikið af þessu tagi á fáeinum vikum eftir margra mánaða hlé í kjölfar opinberrar umfjöllunar um málið síðastliðinn vetur.

Fólksbíl var ekið utan í vegg Hvalfjarðarganga snemma að morgni laugardags 5. nóvember. Bílstjórinn var einn á ferð og sofnaði undir stýri með þessum afleiðingum. Hann sakaði ekki en bíllinn er mikið skemmdur og tjónið í göngunum er með því mesta sem um getur frá því þau voru opnuð fyrir umferð sumarið 1998.

Enn og aftur stunda flutningabílastjórar þann ljóta leik að fara um göngin með farm sem er miklu hærri en leyfilegt er. Meðfylgjandi myndir eru til vitnis um þetta. þær voru teknar sunnan Hvalfjarðar síðastliðinn föstudag, 4. nóvember. Skiltið yfir akbrautinni er í sömu hæð og stálbitarnir sem eru í gangamunnunum beggja vegna, vel fyrir ofan löglega hæð bíls/farms. Ef farmur rekst með öðrum upp í skiltið á viðkomandi með réttu ekki að halda áfram för en margir láta sér ekki segjast, eins og dæmin sanna, og vaða áfram. Hæðarskiltið á myndunum var sett upp nýtt miðvikudaginn 2. nóvember, tveimur dögum síðar var það ónýtt! 

Ungur maður á stolnum vörubíl ók utan í vegg Hvalfjarðarganga á níunda tímanum í gærkvöld og hlaut af minni háttar meiðsl. Bílnum hafði hann stolið á bæ í Hvalfirði, sunnan ganga, ekið norður göngin, snúið við á milli norðurmunna og gjaldskýlis og haldið til baka suður göngin. Ökuferðin endaði með því að bíllinn fór yfir á rangan vegarhelming og skall þar á veggnum. 

Veggjaldið í Hvalfjarðargöngum var aðalumræðuefnið í ýmsum myndum á borgarafundi markaðsráðs Akraness um samgöngumál á Skaganum í gærkvöld. Í lok fjölmenns fundar var samþykkt að skora á Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að beita sér fyrir því að lækka gjaldið enn frekar eða fella það brott.

Það var skrúbbað, skafið, skrúfað og málað undanfarnar nætur þegar lokað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöng vegna árlegrar vorhreingerningar þar. Göngin eru þvegin í orðsins fyllstu merkingu á hverju vori en auk þess er tækifærið notað til viðhaldsvinnu og til að hressa upp á hvítu línurnar á akbrautum.

Flutningabíll frá Flytjanda var ekið af miklu afli á öryggisbita í norðurmunna Hvalfjarðarganga klukkan 18:20 á föstudagskvöldið 22. apríl með þeim afleiðingum að sæti bitans (festingin) brotnaði alveg af öðrum megin og hékk í öryggiskeðju einni saman.

Margur kappinn í Íslendingasögunum var sjaldan sprækari en eftir að óvinurinn hafði rist hann á kvið á vígvellinum. Hjó þá sá kviðristi gjarnan á báða bóga með iðrin úti og lét hvergi bugast.

Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu þjár nætur vegna vorhreingerningar og viðhalds: aðfararnótt mánudags 25. apríl, aðfararnótt þriðjudags 26. apríl og aðfararnótt miðvikudags 27. apríl frá miðnætti til kl. 6 að morgni.

Á sjötta tug manna var á rýnifundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Spalar á Hóteli Barbró á Akranesi í gærkvöld til að fara í smáatriðum yfir æfinguna á laugardaginn, staðfesta þá þætti sem þóttu hafa tekist vel en greina það sem miður fór. Fjöldi fólks talaði á fundinum sem stóð yfir í hálfa þriðju klukkustund. Allir voru afskaplega ánægðir með æfinguna sem slíka og hve gagnlegt hefði verið að fá að taka þátt í henni.


Almannavarnaæfingin Hvalfjarðargöng 2005 tókst eins og til var stofnað og efni stóðu til. Ætla má að hátt í 200 manns hafi tekið þátt í henni á einn eða annan hátt. Göngin voru opnuð að nýju fyrir umferð klukkan 14:00, einum tíma fyrr en auglýst hafði ver

Tugir manna á besta aldri stóðu við borð á hóteli Barbró á Akranesi í kvöld, óku leikfangabílum eftir borðplötu og færðu Lego-kubba til og frá. Þarna voru væntanlegir þátttakendur í almannavarnaæfingunni Hvalfjarðargöng 2005 að stilla saman strengi og fara yfir hlutverk sín í sjálfri æfingunni á morgun.

Almannavarnaæfingin ,,Hvalfjarðargöng 2005? verður á laugardaginn kemur, 16. apríl, til að samhæfa viðbrögð vegna hópslyss. Göngin verða lokuð af því tilefni kl. 8:00-15:00. Æfingin er á vegum Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Spalar ehf. og á henni verður látið reyna á viðbragðsáætlun Hvalfjarðarganga sem tók gildi í maí 2004.

Ný gjaldskrá Spalar ehf. fyrir umferð í Hvalfjarðargöngum tók gildi í dag, 1. apríl. Veggjald fastra viðskiptavina (áskrifenda) í öllum gjaldflokkum lækkar og sömuleiðis lækkar verð á 10 ferða afsláttarkortum. Gjald fyrir stakar ferðir breytist ekki.

Lykillinn að lækkun veggjaldsins í dag er samningur um sem Spölur gerði í dag við Íslandsbanka um að endurfjármagna 5 milljarða króna innlend og erlend lán félagsins. Íslandsbanki lánar Speli 2 milljarða króna og hefur selt 13 fagfjárfestum skuldabréf fyrir 3 milljarða króna.

Viðskiptavinir Og Vodafone geta tekið gleði sína á ferð um Hvalfjarðargöng því nú geta þeir notað GSM-símana sína þar líka. Áður var einungis hægt að nota farsíma Og Vodafone til að hringja á Neyðarlínuna. Frá þessu var formlega gengið 2. mars 2005 þegar Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri OgVodafone og Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar, undirrituðu samning um heimild til handa OgVodafone að eiga og reka GSM-senda í göngunum.

Enn og aftur var flutningabíl ekið á stálbitann ofan við suðurmunna Hvalfjarðarganga og bílstjórinn kaus að halda áfram ferð sinni án þess að nema staðar eða tilkynna um atvikið. Þetta er sjöunda tilvikið af þessu tagi frá því milli jóla og nýárs.

Gísli Einarsson, fréttamaður Sjónvarps á Vesturlandi, fékk árekstur flutningabíls og öryggisbita nánast á silfurfati þegar hann kom að Hvalfjarðargöngum í morgun til að fjalla um glannaskap flutningabílstjóra sem aka um með alltof háan farm. 

Stefnt er að því að efna til umfangsmikillar almannavarnaæfingar í Hvalfjarðargöngum laugardaginn 16. apríl næstkomandi. Æfing af þessu tagi hefur ekki verið áður í jarðgöngum hérlendis.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009