Kynningarferli nýrrar viðbragðsáætlunar hafið

Ný viðbragðsáætlun fyrir Hvalfjarðargöng var kynnt þeim sem hlut eiga að máli á fundi á Nordica hóteli í Reykjavík í dag. Hliðstæður kynningarfundur verður á Akranesi mánudaginn 19. apríl.

Hátt í fjórir tugir manna sóttu kynningarfundinn í Reykjavík. Þarna voru fulltrúar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, lögreglunnar í Reykjavík, ríkislögreglustjóra, fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Brunamálastofnunar, Vegagerðarinnar, Rauða krossins, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Spalar. Hafþór Jónsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, kynnti fyrirliggjandi drög að viðbragðsáætlun, Atli Rúnar Halldórsson, ráðgjafi frá Athygli ehf. og ritari vinnuhóps um viðbragðsáætlun, stjórnaði fundinum fyrir hönd Spalar.Samkoman tókst vel og gagnlegar ábendingar bárust frá fundarmönnum sem hafðar verða til hliðsjónar þegar áætlunin verður fínpússuð í vor. Gert er ráð fyrir að hún taki gildi í síðasta lagi 1. maí og leysi þá af hólmi viðbragðsáætlun frá því göngin voru opnuð, í júlí 1998.

Vinna við endurskoðun viðbragðsáætlunar ganganna hófst í ársbyrjun 2002 og hefur staðið með hléum í rúmlega tvö ár. Sjálft verkefnið reyndist vera öllu umfangsmeira og tímafrekara en áætlað var í upphafi og enn má búast við einhverjum breytingum í takt við nýja boðunaráætlun sem starfsmenn Neyðarlínunnar og almannavarnadeildar vinna að í sameiningu.


Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009