Fjölmenni á kynningarfundi á Akranesi

Nær fjörtíu manns sóttu kynningarfund vegna nýrrar viðbragðsáætlunar fyrir Hvalfjarðargöng í hóteli Barbró á Akranesi síðastliðið miðvikudagskvöld, 19. apríl. Upphaflega hafði verið boðað til þessarar kynningar fyrir páska en henni var aflýst vegna hins hörmulega slyss í Akraneshöfn þann sama dag.

Hafþór Jónsson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, kynnti nýju viðbragðsáætlunar og svaraði fyrirspurnum ásamt Hjálmari V. Björgvinssyni frá embætti ríkislögreglustjóra. Atli Rúnar Halldórsson, ritari vinnuhóps um viðbragðsáætlun, stjórnaði fundinum og greindi frá gangi og stöðu verkefnisins. Stefnt er að því að viðbragðsáætlunin taki gildi 1. maí næstkomandi, að því tilskyldu að Neyðarlínan hafi lokið við að endurskoða boðunarkerfi sitt á grundvelli áætlunarinnar.

Fulltrúar flestra viðbragðsaðila norðan Hvalfjarðar sóttu kynningarfundinn á Akranesi. Þarna nokkrir starfsmenn Spalar , fulltúar lögregluembættanna á Akranesi og í Borgarnesi, slökkviliðs Akraness, Sjúkrahúss og heilsugæslu Akraness, Sjúkraflutninga Akraness, Landsbjargar, Rauða krossins Akranesdeildar og Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Þarna mættu einnig fulltrúar ríkislögreglustjóra og Brunamálastofnunar í vinnuhópnum sem unnið hefur að viðbragðsáætluninni undanfarin tvö ár og rúmlega það.

Nokkrir fundarmanna á Akranesi.
Hjálmar V. Björgvinsson frá ríkislögreglustjóra svarar fyrirspurn.
Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður í Borgarnesi, tjáir sig (fjærst á myndinni).

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009