Týndu þeir trúlofunarhring?

Þrír menn voru á hnjánum góða stund á nyrðri akreininni í Hvalfjarðargöngum aðfararnótt fimmtudagsins, brugðu upp vasaljósum og rýndu niður fyrir sig. Týndu þeir trúlofunarhring? spurði nærstaddur. Nei, þremenningarnir voru frá verkfræðistofunni Hönnun að stúdera slitlagið í göngunum. Þeir komust fljótt að því að það væri innflutt. Mikið rétt: frá Noregi. 

Að rýna í malbikið var reyndar bara upp á grín, aðalerindi Hönnunarmanna var að kanna sprautusteypuna á gangaveggjunum og taka úr henni sýni með kjarnabor. Þeir notuðu tækifærið meðan göngin voru lokuð vegna viðhalds í þrjár nætur núna í vikunni.

Alls staðar var eitthvað að gerast í göngunum frá miðnætti til morguns og menn nýttu tímann vel þegar engin var umferðin til að trufla. Þetta er árleg vorhreingerning í göngunum í orðsins fyllstu merkingu. Um þetta leyti árs eru þau þvegin, öryggisbúnaður yfirfarinn og dyttað að einu og öðru. Núna voru vegstaurar með endurskinsmerkjum til dæmis endurnýjaðir meðferð akbrautinni alla leið. 

Starfsmenn GT Tækni á Grundartanga notuðu tækifærið og skiptu um einn af blásurunum sem hreinsa mengað loft út úr göngunum. Blásarinn bilaði í vetur og hann er sá fyrsti sem skipta þarf um frá því göngin voru opnuð sumarið 1998.

Um leið og GTT-menn skiptu um blásarana voru sérfræðingar í merkingum gatna að mála strik og línur við gjaldskýlið, starfsmenn Vegamálunar ehf. Inni í göngum var málarabíl ekið fram og aftur til að hressa upp á hvítu línurnar á akbrautinni með aðstoð tölvustýrðrar tækni. Allt gekk þetta fljót og vel fyrir sig, stuð á mannskapnum og létt yfir öllum.

Járnblendifélagið sá mannskapnum fyrir rækjusamlokum og prinspólói á meðan birgðir entust. Þetta er víst samkvæmt hefðinni og það mun líka vera hefð fyrir góðu veðri þegar Hvalfjarðargöngin eru skrúbbuð á vorin. Ekki brást blíðan nú frekar en fyrri daginn.

Hresst upp á örvar á malbikinu.... ...og línunetið við gjaldskýlið.
Blásararnir eru engin smásmíð! Pakkfullur bíll af Fréttablöðum og DV á norðurleið.
Bíllinn brunar og málar línur. Starfsmenn GT tækni setja blásarann á sinn stað.
Spalarbíllinn stendur fyrir sínu. Gylfi hjá GTT og Marínó hjá Speli í pásu.
Kristján sér dularfullt andlit á glugga..... ...en það reynist bara vera hann Alli!
Hönnunarmenn rýna í slitlagið. Var nema von að menn veltu fyrir sér í hvaða pælingum þeir væru þarna?

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009