Fimmti hver ökumaður búsettur á Akranesi

Ætla má að um 18% ökumanna sem fara um Hvalfjarðargöng búi á Akranesi eða í nágrenni og um 40% ökumanna búi einhvers staðar á Vesturlandi. Þetta má lesa út úr niðurstöðum umferðarkönnunar Vegagerðarinnar frá því í október 2002.

Vegagerðin kannaði málið norðan Hvalfjarðarganga fimmtudaginn 24. október og laugardaginn 26. október 2002 frá klukkan 7 að morgni til miðnættis báða dagana. Allir bílar sem fóru um göngin voru stöðvaðir og spurningar lagðar fyrir bílstjórana. Tilgangurinn var að afla upplýsinga um hvert leiðin lægi, hvar menn ættu heima og í hvaða erindum þeir færu um göngin. Könnunin er svo hluti stærra verkefnis sem varðar áhrif Hvalfjarðarganga á búsetuþróun á Vesturlandi.

Niðurstöðurnar hafa nú verið birtar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þar kemur fram að alls fóru yfir 5.800 bílar um göngin dagana sem könnuðirnir voru að störfum og svarhlutfallið var hvorki meira né minna en 99,7%, þ.e. tveir stoppuðu ekki og þrettán bílstjórar neituðu að svara.

Ýmislegt fróðlegt er að finna í skýrslunni um könnunina (meðaltal í viku).

  • Búseta ökumanna: rúmlega 40% búa á höfuðborgarsvæðinu, rúmlega 40% á Vesturlandi, 10% á Norðurlandi og hinir í öðrum landshlutum.
  • Tilgangur ferðar: 50% í einkaerindum, 40% vegna atvinnu.
  • Tíðni ferða um göngin: 29% daglega, 26% vikulega, 25% mánaðarlega.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009