Sexfalt öruggara að aka um göngin en fyrir Hvalfjörð

Guðni svarar fyrirspurnum á málþingi Brunatæknifélagsins í vor.Guðni svarar fyrirspurnum á málþingi Brunatæknifélagsins í vor.Það er sex sinnum öruggara að fara um Hvalfjarðargöng en aka fyrir Hvalfjörð. Þetta er niðurstaða Guðna I. Pálssonar, verkfræðings, í nýrri meistaraprófsritgerð við Tækniháskólann í Lundi í Svíþjóð.

Guðni greindi frá helstu niðurstöðum rannsókna sinna á málþingi Brunatæknifélags Íslands í sumar og Morgunblaðið fjallaði frekar um málið síðastliðinn sunnudag, 18. júlí. Ritgerðin nefnist Risk Management in Hvalfjord Tunnel. Leiðbeinendur voru Haakan Frantzich og Björn Karlsson, brunamálastjóri.

Guðni bar saman ásteandið í Hvalfirði áður en göngin komu til sögunnar og eftir að reynsla er komin á þau. Í ljós kemur að tölfræðilega er sexfalt öruggara að fara undir fjörðinn en fyrir hann.

Í Morgunblaðinu kemur fram að Guðni kannaði áhættu af ýmsu tagi, svo sem umferðarslys, bruna og flutning með hættuleg efni á borð við bensín, gas og sprengiefni. Metnar voru líkur á banaslysi í göngunum og líkur á bruna, meðal annars í ljósi reynslu úr jarðgöngum annars staðar í Evrópu. Áhættan var síðan metin með reiknilíkani þar sem m.a. margvísleg tilvik bruna voru á mismunandi stöðum í göngunum, í mismikilli umferð og miðað við mismunandi gerð ökutækja (fólksbílar, vöruflutningabílar).

Guðni telur að íslensk stjórnvöld eigi að setja viðmiðunarmörk um hve hættuleg umferðarmannvirki megi vera.

„Aðaltillaga mín er sú að menn skoði áhættuna gaumgæfilega áður en ráðist er í framkvæmd jarðganga og skilgreini ásættanleg viðmiðunarmörk, því það er dýrara að gera ráðstafanir eftir á. Ef kviknar í miðjum Hvalfjarðargöngum er 3 km gangur upp úr þeim, en til samanburðar er gerð krafa um það í húsbyggingum að ekki megi vera meira en 25 metrar í næsta útgang. Með því að grafa göng til hliðar við aðalgöngin og hafa neyðarútganga inn í þau með reglulegu millibili, t.d. 250 metra, eins og sænskir staðlar segja til, myndi öryggi aukast til muna. Það er vart framkvæmdanlegt að grafa slík neyðargöng neðansjávar eftir á, en ég ímynda mér að með litlum tilkostnaði hefði mátt hafa Hvalfjarðargöngin aðeins víðari og steypa upp eldfastan millivegg og þar með aðskilja brunahólfin.“

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009