,,Fjölskyldubílar" geta lent í flutningabílaflokki í gjaldhliðinu

Gjaldskrá Spalar er í þremur flokkum sem miðast við lengd ökutækja og að auki er sérstakur gjaldflokkur mótorhjóla. Lægsti og algengasti gjaldflokkurinn er fyrir allt að 6 metra löng ökutæki, næsti flokkur er fyrir lengdina 6-12 metra og efsti gjaldflokkur fyrir yfir 12 metra löng ökutæki.

Gjaldskráin er einföld og gegnsæ. Viðmið hennar hafa gilt frá því göngin voru opnuð sumarið 1998 og verið rækilega auglýst og kynnt, meðal annars á skiltum við þjóðveginn beggja vegna Hvalfjarðar. Vissulega voru rök voru fyrir því í upphafi að samþykkja enn þrengri lengdarviðmið fyrir lægsta gjaldflokkinn, til dæmis 5 metra, en ákveðið var hafa mörkin rúm af tillitssemi við eigendur óvenju stórra fjölskyldubíla. Enda kemur á daginn að allra stærstu jeppar á markaðinum komast vel fyrir í lægsta gjaldflokki og jafnvel allt að 15 sæta rútubílar líka!

Víkur þá sögu á ný að löngu, bandarísku pallbílunum sem fluttir hafa verið inn í umtalsverðum mæli. Þessir bílar eru yfir 6 metra langir og teljast ekki ,,fjölskyldubílar", hvorki samkvæmt reglum og né skilningi embætta tollstjóra, skattstjóra eða lögreglu. Meira að segja eru sumir pallbílarnir yfir 3.500 kg að heildarþyngd og krefjast þá ökumanna með meiraprófsréttindi!

Eigendur pallbílanna una misjafnlega vel innheimtu veggjalds í flutningabílaflokki og starfsfólk í gjaldskýli ver drjúgum tíma í að útskýra forsendur málsins. Spurt er til dæmis: Hvað með bíla sem draga hjólhýsi eða fellihýsi, lenda þeir þá ekki í efra gjaldþrepi þegar fyrir liggur að heildarlengdin er í flestum tilvikum yfir 6 metrar? Svarið er nei og skýringin er eftirfarandi.

  • Viðbótargjald er ekki innheimt fyrir hjólhýsi og fellihýsi, þrátt fyrir að samanlögð lengd bíls og aftanívagns fari vel yfir 6 metra. Þar fer Spölur að tilmælum Umferðarstofu sem vill stuðla að því að ökumenn með hjólhýsi/fellihýsi í eftirdragi aki frekar um göngin en fyrir Hvalfjörð til að stuðla að auknu öryggi í umferðinni. Húsbílar fara líka um göngin á lægsta gjaldi, allt að 7,25 metra langir, uppfylli þeir tiltekin skilyrði Umferðarstofu og séu skráðir sem slíkir.

Það fer ekki á milli mála í hverju tilviki hve langir bílar eru og hvaða gjaldflokki þeir tilheyra í Hvalfjarðargöngum. Upplýsingar um lengd, heildarþyngd og fleira eru í skráningarskírteini allra bíla (lögboðið að hafa skírteinið í bílnum!). Þar eru því hæg heimatök hjá bíleigendum. Að auki hafa starfsmenn í gjaldskýli beinan aðgang að ökutækjaskrá landsmanna og geta á augabragði flett upp viðkomandi ökutæki til að fá lengd viðkomandi bíls á hreint.

Því er svo við að bæta til fróðleiks að á lögregluvefnum er að finna eftirfarandi klausu frá lögreglunni á Hvolsvelli frá 5. apríl 2004:

,,Eitt er það sem við lögreglumenn höfum orðið varir við í umferðinni að undanförnu er stórir pallbílar-jeppar, vörubifreið I, en fjöldinn allur af slíkum bílum hefur verið fluttur inn til landsins á síðustu misserum. Þetta eru oftar en ekki bílar sem eru skráðir með leyfðri heildarþyngd yfir 3.500 kg. Margir virðast ekki átta sig á því að ökumenn sem fengið hafa útgefin almenn ökuréttindi eftir 1. júní 1993 hafa ekki ökuréttindi á bíla sem þessa vegna skráðrar heildarþyngdar. Þá er annað sem ökumenn eru að brenna sig á hvað þessa bíla varðar en það er ökuhraðinn. Samkvæmt 38. gr. 2. mgr. Umferðarlaga nr. 50 frá 30. mars 1987 má ökuhraði bifreiða sem eru meira en 3.500 kg að leyfði heildarþyng aldrei vera meiri en 80 km/klst. Þessir bílar sem hér um ræðir eru mjög oft með í eftirdragi stóra eftirvagna af ýmsum gerðum, undir vélsleða, hross og svo framvegis þannig að mikið getur verið í húfi fyrir viðkomandi ökumenn og eða eigendur þessara bifreiða, margir átta sig hreinlega ekki á þessum reglum, hvað ökuréttindin varðar og ökuhraðann, gerast því brotlegir."

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009