Hraðakstursbrotum fækkar í Hvalfjarðargöngum

Hraðakstursbrotum fækkar enn í Hvalfjarðargöngum og ætla má að nærvera eftirlitsmyndavéla lögreglunnar í göngunum hafi þessi jákvæðu áhrif á ökumenn. Á tímabilinu 1. september 2003 til 31. ágúst 2004 voru kærð 1.371 hraðakstursbrot í göngunum en 2.510 á sama tímabili þar á undan.

Varast ber að draga bókstaflegar ályktanir af þessum tölum því mælingardagar voru nokkru færri á síðasta tímabili en þar áður. Samanburður talnanna er því ekki fyllilega marktækur. Marktækari er hins vegar samanburður á tölum um ökuhraða í göngunum í janúarmánuði 2002-2004. Þá kemur í ljós að 1,2% bifreiða voru á ólöglegum hraða í janúar 2004, 1,6% í janúar 2003 og 2,5% í janúan 2002. Þegar á allt er litið dregur lögreglan í Reykjavík þá ályktun í greinargerð til Spalar að ökumenn hafi fari sér hægar í göngunum nú en áður.

Meðalhraði allra hraðakstursmanna á tímabilinu september 2003 til ágúst 2004 var 88,5 km/klst. Alvarlegustu brotin voru skráð í apríl 2004 þegar bíll mældist á 149 km hraða á suðurleið og í nóvember 2003 þegar bíll mældist á 125 km hraða. Slíkur háskakstur kostar ökumenn bæði ökuréttindin og háar fjársektir.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009