Hraðakstursbrotum fækkar í Hvalfjarðargöngum

Hraðakstursbrotum fækkar enn í Hvalfjarðargöngum og ætla má að nærvera eftirlitsmyndavéla lögreglunnar í göngunum hafi þessi jákvæðu áhrif á ökumenn. Á tímabilinu 1. september 2003 til 31. ágúst 2004 voru kærð 1.371 hraðakstursbrot í göngunum en 2.510 á sama tímabili þar á undan.

Varast ber að draga bókstaflegar ályktanir af þessum tölum því mælingardagar voru nokkru færri á síðasta tímabili en þar áður. Samanburður talnanna er því ekki fyllilega marktækur. Marktækari er hins vegar samanburður á tölum um ökuhraða í göngunum í janúarmánuði 2002-2004. Þá kemur í ljós að 1,2% bifreiða voru á ólöglegum hraða í janúar 2004, 1,6% í janúar 2003 og 2,5% í janúan 2002. Þegar á allt er litið dregur lögreglan í Reykjavík þá ályktun í greinargerð til Spalar að ökumenn hafi fari sér hægar í göngunum nú en áður.

Meðalhraði allra hraðakstursmanna á tímabilinu september 2003 til ágúst 2004 var 88,5 km/klst. Alvarlegustu brotin voru skráð í apríl 2004 þegar bíll mældist á 149 km hraða á suðurleið og í nóvember 2003 þegar bíll mældist á 125 km hraða. Slíkur háskakstur kostar ökumenn bæði ökuréttindin og háar fjársektir.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009