Einn af frumkvöðlunum hættir í stjórn

Gylfi ÞórðarsonGylfi Þórðarson er einn af frumkvöðlum og helstu hvatamanna þess að gera göng undir Hvalfjörð og hefur verið í stjórn Spalar frá upphafi eða í 14 ár.

Hafsteinn S. Hafsteinsson, lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu (til hægri á mynd), var kjörinn í stjórn Spalar í dag í stað Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar (til vinstri á mynd). Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir á aðalfundi félagsins á Akranesi.

Gylfi Þórðarson er einn af frumkvöðlum og helstu hvatamanna þess að gera göng undir Hvalfjörð og hefur verið í stjórn Spalar frá upphafi eða í 14 ár. Það eru því umtalsverð tíðindi þegar hann nú hverfur úr forystusveit félagsins. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar ehf. og bæjarstjóri, kvaddi sér hljóðs á aðalfundinum og þakkaði Gylfa fyrir ómetanlegt framlag í þágu Spalar og Hvalfjarðarganga. ,,Gylfi var ein af stóru driffjöðrunum í verkefni sem haft hefur meiri áhrif í samfélaginu en nokkurn óraði fyrir," sagði Gísli.

  • Spölur er í raun tvö félög sem halda jafnan aðalfundi samtímis í nóvember ár hvert:
    • Hlutafélagið Spölur hefur þann tilgang einan að eiga einkahlutafélagið Spöl.

    • Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.


Gylfi Þórðarson var formaður fráfarandi stjórnar Spalar hf. Gunnar Gunnarsson, aðstoðarvegamálastjóri, tók við stjórnartaumum af Gylfa á aðalfundinum í dag.

Gísli Gíslason er áfram stjórnarformaður Spalar ehf.

Hafsteinn S. Hafsteinsson tók sæti Gylfa í stjórn beggja félaga

Ný stjórn Spalar hf. kjörin á aðalfundi 16.nóvember 2004:

Gunnar Gunnarsson, formaður
Hafsteinn S. Hafsteinsson
Ingimundur Birnir
Gísli Gíslason
Guðlaugur Hjörleifsson

Ný stjórn Spalar ehf. kjörin á aðalfundi 16.nóvember 2004:

Gísli Gíslason, formaður
Hafsteinn S. Hafsteinsson
Helgi Þorsteinsson
Ingimundur Birnir
Gunnar Gunnarsson

Ný stjórn Spalar ehf. kom saman strax eftir aðalfundinn á Akranesi. Aðalfundur Spalar 2004. Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri félagsins, í ræðustóli.
Ný stjórn Spalar ehf. kom saman strax eftir aðalfundinn á Akranesi. Aðalfundur Spalar 2004. Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri félagsins, í ræðustóli.
Gylfi Þórðarson segir sitt síðasta orð sem stjórnarmaður í Speli Gunnar Gunnarsson, aðstoðarvegamálastjóri og nýr stjórnarformaður Spalar hf.
Gylfi Þórðarson segir sitt síðasta orð sem stjórnarmaður í Speli Gunnar Gunnarsson, aðstoðarvegamálastjóri og nýr stjórnarformaður Spalar hf.
Bæjarstjórarnir og grannarnir Gísli Gíslason á Skaganum og Páll S. Brynjarsson í Borgarbyggð, notuðu tækifærið eftir aðalfund Spalar og krunkuðu saman um stöðuna í kjaradeilu sveitarfélaga og kennara.
Bæjarstjórarnir og grannarnir Gísli Gíslason á Skaganum og Páll S. Brynjarsson í Borgarbyggð, notuðu tækifærið eftir aðalfund Spalar og krunkuðu saman um stöðuna í kjaradeilu sveitarfélaga og kennara.

 

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009