Stjórn Spalar þakkaði Gylfa Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar, fyrir mikilvægt framlag hans og vel unnin störf í þágu félagsins og Hvalfjarðarganga á stjórnarfundi fyrir helgina.

Hvalfjarðargöng voru lokuð í nær tvær klukkustundir í gærkvöld vegna umferðaróhapps sem tilkynnt var lögreglu í Reykjavík klukkan 18:34. Minni háttar meiðsl urðu á fólki sem þar kom við sögu. 

Alls fóru 1.426.000 bílar um Hvalfjarðargöng á síðasta rekstrarári Spalar, frá 1. október 2003-30. september 2004, eða tæplega 3.900 bílar á sólarhring. Umferðin jókst um 8% frá fyrra ári. Þess má geta að göngin eru hönnuð fyrir allt að 5.000 bíla að jafnaði á sólarhring.

Hraðakstursbrotum fækkar enn í Hvalfjarðargöngum og ætla má að nærvera eftirlitsmyndavéla lögreglunnar í göngunum hafi þessi jákvæðu áhrif á ökumenn. Á tímabilinu 1. september 2003 til 31. ágúst 2004 voru kærð 1.371 hraðakstursbrot í göngunum en 2.510 á sama tímabili þar á undan.

Öryggishandbók Hvalfjarðarganga er komin út og hefur verið dreift til þeirra sem málið varðar. Hún er afrakstur samráðshóps um öryggismál gangana sem hóf störf í árslok 2001 undir forystu Helga Hallgrímssonar, fyrrum vegamálastjóra.

Hvalfjarðargöng komu Vesturlandi í svipaða stöðu og Suðurland var áður en göngin komu til sögunnar. Heildarávinningur ganganna er talinn vera að jafnaði 503 milljónir króna fyrir Vestlendinga árlega, þar af falla 394 milljónir króna íbúum á Akranessvæðinu í skaut, ávinningur Borgfirðinga er um 50 milljónir króna, ávinningur íbúa á Snæfellsnesi er sömuleiðis um 50 milljónir og Dalamanna um 7 milljónir króna.

Betur er fylgst með því nú en áður að áskrifendur ferða í Hvalfjarðargöngum noti veglyklana sína í samræmi við samninga sem þeir undirrita þar að lútandi. Eftirlitið varð sjálfkrafa bæði skilvirkara og auðveldara þegar tekið var í notkun nýtt innheimtukerfi hjá Speli ehf., sem á og rekur göngin.

Hollensk hjón á hringferð um landið voru í bílnum og má teljast mildi að þau hafi sloppið úr þessu óhappi án þess að skaðast. Þau voru á suðurleið, komin niður undir Guðlaug neðst í Hvalfjarðargöngum þegar eitthvað fór úrskeiðis sem ekki er vitað nánar um þegar þetta er skrifað. Verksummerki benda til þess að bíllinn hafi rásað nokkuð á akbrautinni áður en hann lenti á gangaveggnum og hjólhýsið valt. Bíllinn er trúlega ónýtur, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, og hjólhýsið er sömuleiðis illa farið. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Þrír menn voru á hnjánum góða stund á nyrðri akreininni í Hvalfjarðargöngum aðfararnótt fimmtudagsins, brugðu upp vasaljósum og rýndu niður fyrir sig. Týndu þeir trúlofunarhring? spurði nærstaddur. Nei, þremenningarnir voru frá verkfræðistofunni Hönnun að stúdera slitlagið í göngunum. Þeir komust fljótt að því að það væri innflutt. Mikið rétt: frá Noregi. 

Vaktstjórar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sóttu sérstakan kynningarfund í Skógarhlíðinni í gær, miðvikudaginn 21. apríl, vegna nýrrar viðbragðsáætlunar Hvalfjarðarganga. Nokkrir slökkviliðsmenn af Akranesi mættu einnig á fundinn.

Nær fjörtíu manns sóttu kynningarfund vegna nýrrar viðbragðsáætlunar fyrir Hvalfjarðargöng í hóteli Barbró á Akranesi síðastliðið miðvikudagskvöld, 19. apríl. Upphaflega hafði verið boðað til þessarar kynningar fyrir páska en henni var aflýst vegna hins hörmulega slyss í Akraneshöfn þann sama dag.

Ætla má að um 18% ökumanna sem fara um Hvalfjarðargöng búi á Akranesi eða í nágrenni og um 40% ökumanna búi einhvers staðar á Vesturlandi. Þetta má lesa út úr niðurstöðum umferðarkönnunar Vegagerðarinnar frá því í október 2002.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009