Mikilvæg reynsla fékkst á fjarskiptaæfingu í göngunum

Æfingin þótti takast afar vel og skilaði því að skýrari mynd fékkst af styrkleika og veikleika í fjarskiptamálum í og við göngin. Lögreglan í Reykjavík, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, slökkvilið höfuðborgarsvæðis og Akraness, Neyðarlínan og Spölur stóðu sameiginlega að æfingunni, sem í raun var liður í því að búa til nýja viðbúnaðaráætlun fyrir Hvalfjarðargöng.

Fyrirfram hafði verið ákveðið að endurkalla útkall frá því að kvöldi 6. mars þegar spíss í vél flutningabíl gaf sig með þeim afleiðingum að göngin fylltust af reyk. Markmið æfingarinnar var að kanna fjarskipti við alla sem málið varðar og fara yfir ferlið (samskipti í Tetra, samskipti á VHF, samskipti milli fjarskiptakerfanna, prófa VHF-stöðvar í skáp sunnan ganga osfrv.

Hafþór Jónsson var í aðsetri Almannavarna í Reykjavík, stjórnaði æfingunni og fylgdist með fjarskiptunum. Hann telur vel hafa tekist til í grundvallaratriðum. Almannavarnir fengu tilkynningu frá Neyðarlínunni 8 mínútum eftir að útkall barst úr gjaldskýli.

Vitað var að í göngunum væru „dauðir fjarskiptablettir“ og fékkst það staðfest á æfingunni. Fulltrúar slökkviliðanna og lögreglunnar í Reykjavík greindu frá því að samband hefði verið gloppótt í VHF-kerfinu sunnan ganga og allt að 200 metra frá munnanum. Sambandið inni í göngunum að sunnanverðu var hins vegar gott en þá var ekki sama hvoru megin menn stóðu með talstöðvarnar. Sambandið var gott vinstra megin en lítið sem ekkert hægra megin efst í göngunum að sunnan. Slökkvilið Akraness komst líka að því að dauðir blettir eru í VHF-kerfinu við nyrðri enda ganganna og í útskotum.

Í heildina tekið komu fram ýmsir þekktir agnúar á fjarskiptunum en áður óþekktir agnúar bættust vissulega við. Hins vegar eru þessir agnúar þess eðlis að yfirgnæfandi líkur eru á að Tetra-fjarskiptakerfið, sem Spölur hefur keypt til að setja upp í göngunum, sníði þá af og fjarskiptin verði eftir það hnökralítil eða (vonandi) hnökralaus.

Lögreglumenn fylgjast með fjarskiptum á æfingunni.Lögreglumenn fylgjast með fjarskiptum á æfingunni.

Þátttakendur báru saman bækur sínar að æfingu lokinni en fljótlega verður boðað til sérstaks fundar til að fara ítarlega yfir reynslu og lærdóma.Þátttakendur báru saman bækur sínar að æfingu lokinni en fljótlega verður boðað til sérstaks fundar til að fara ítarlega yfir reynslu og lærdóma.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009