Brunaæfing í nótt - rafmagn sló út

Kveikt var í Volvóbíl í gámi frá Brunamálastofnun í útskoti í brekkunni norðan megin í göngunum, ca. 100 metrum frá botninum. Menn fylgdust síðan grannt með með því hvernig reykur fyllti göngin og barst til suðurs með ríkjandi vindátt þar. Mikilvægar upplýsingar fengust um hegðun reyksins og kom sumt þar í raun á óvart, sem er verðmætt innlegg í reynslubanka þeirra sem unnið hafa að nýrri viðbúnaðaráætlun fyrir Hvalfjarðargöng.

Starfsmaður í gjaldskýli slökkti á blásurum í göngunum eftir að kveikt hafði verið í Volvónum, eins og mælt er fyrir um í nýju viðbúnaðaráætluninni. Þegar reykurinn magnaðist fóru allir þrettán blásararnir hins vegar í gang einn af öðrum, ræstu sig með öðrum orðum sjálfkrafa þrátt fyrir að á þeim hefði slökkt handvirkt. Þegar slökkt var á blásurunum aftur sló rafmagnið út og tók um hálftíma að finna bilunina og koma því á aftur. Ljóst er að tæknibúnaðurinn sem stjórnar blásurunum virkaði ekki eins og hann átti að gera og sérfræðingar munu fara yfir það mál allt og sjá til þess að rafmagn fari ekki af á þennan hátt aftur.

Neyðarbúnaðaður ganganna virkaði eins og til stóð í rafmagnsleysinu með varaafli (rafgeymum):

  • Sjötta hvert loftljós lýsti.
  • Kantljós lýstu öll með tölu og sáust greinilega í reykjarkófinu eftir að rafmagnið fór af.
  • Neyðarsímar í göngunum virkuðu.
  • Dreifikerfi útvarps virkaði.
  • VHF-fjarskiptasamband virkaði.
Hins vegar datt GSM-kerfi Símans út um leið og rafmagn fór af. Farsímar fyrirtækisins urðu þar með ónothæfir og ekki var einu sinni unnt að ná í Neyðarlínuna. GSM-kerfið er rekið af Landsímanum og er á ábyrgð fyrirtækisins.
Aðstandendur æfingarinnar telja að hún hafi tvímælalaust skilað þeim árangri og reynslu sem að var stefnt. Björn Karlsson, brunamálastjóri, sagðist reyndar vera ánægður með alla þá vinnu sem lægi að baki nýrri viðbragðsáætlun, nýju hættumati og fleiru varðandi öryggismál Hvalfjarðarganga síðustu tvö árin.
Tæknimenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðis komu fyrir ýmsum mælitækjum í göngunum áður en kveikt var í bílnum og tóku atburðinn upp á myndband til að geta farið yfir málið síðar. Lofthiti var 7 gráður ofan við gáminn áður en kveikt var í en fór hæst í 76 gráður upp við loftið þegar bruninn náði hámarki. Hitamæli var stungið inn í gáminn þegar eldur logaði þar og þar var hiti yfir 500 gráður.
Reykurinn barst til suðurs frá gámnum, fyrst með loftinu en ,,féll" síðan niður eftir ca. 300 metra og myndaði tappa sem þokaðist áfram á 5-7 km hraða á klukkustund.


Starfsmenn Brunamálastofnunar í ,,einkennisbúningum" sínum.Volvóinn í ljósum logum. Hitinn inni í gámnum var um 500 gráður.Volvóinn í ljósum logum. Hitinn inni í gámnum var um 500 gráður.
Þykkur reykur barst með gámnum meðfram loftinu um það bil 300 metra til suðurs.Þykkur reykur barst með gámnum meðfram loftinu um það bil 300 metra til suðurs. Einn í öllum herklæðum.Einn í öllum herklæðum. Þátttakendur í æfingunni hittust í rútuvíl í nótt og báru saman bækur sínar.Þátttakendur í æfingunni hittust í rútuvíl í nótt og báru saman bækur sínar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009