100 slökkviliðs- og björgunarmenn geta talað saman í einu í Tetra-kerfinu

100 slökkviliðs- og björgunarmenn geta talað saman í einu í Tetra-kerfinu 100 slökkviliðs- og björgunarmenn geta talað saman í einu í Tetra-kerfinu Tetra-kerfið, sem Spölur tók í dag í notkun í Hvalfjarðargöngum, er öryggis-, atvinnu- og neyðarfjarskiptakerfi sem lögregla, slökkvilið og sjúkralið á höfuðborgarsvæðinu hefur notað undanfarin ár en einnig nokkrar ríkisstofnanir, borgarstofnanir, verktakafyrirtæki og fyrirtæki í ferða- og flutningaþjónustu. Hópar lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita geta til dæmis verið í beinu, þráðlausu sambandi við alla þá sem þörf krefur í einu. Þannig geta 100 slökkviliðs- og björgunarmenn talað saman í einu í Tetra-kerfinu, hvort heldur er vegna stórbruna í Reykjavík, stórslyss eða hamfara. Breytir þá engu þótt álag sé svo mikið í símakerfum GSM og NMT að ekkert samband náist þar.

Hugmyndafræði Íslendinga varðandi uppbyggingu Tetra vekur athygli víða í Evrópu vegna þess að hér var ákveðið að hafa það aðgengilegt öllum sem vildu hafa aðgang að öryggis- og neyðarfjarskiptakerfinu. Það er nær óþekkt erlendis að lögregla, slökkvilið og sjúkralið, varnarlið, orkufyrirtæki, vegagerð og fleiri deili með sér rekstri á borði við Tetra og feli hann sjálfstæðu félagi.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009