Hlutfallslega fæst óhöpp í Hvalfjarðargöngum

Upplýsingar um sex göng eru í skýrslu um niðurstöður:

  • Hvalfjarðargöng
  • Göng undir Breiðadals- og Botnsheiðar
  • Göng á Djúpvegi um Arnardalshamar
  • Strákagöng
  • Múlagöng
  • Oddskarðsgöng

Á árabilinu 1995-1999 voru skráð 1,04 óhöpp á ári á milljón ekinna kílómetra (0,41 óhapp með slysum á fólki á milljón ekinna km) á þeim leiðum sem slysaskráning Vegagerðarinnar tekur til. Það eru aðallega þjóðvegir utan þéttbýlis.

Sambærilegar tölur fyrir Hvalfjarðargöng eru 0,84 (óhöpp á ári á milljón ekinna km) og 0,23 (óhöpp með meiðslum á ári á milljón ekinna km).

Vegagerðin skráði alls22 óhöpp í umferðinni í og við Hvalfjarðargöng frá því þau voru opnuð 11. júlí 1998 til loka árs 2001. Þar af urðu 9 óhöpp vi ðað ekið var á þverslár eða umferðarmerki utan ganganna sjálfra. Engin meiðsli urðu á fólki í þessum óhöppum. Inni í göngunum sjálfum voru skráð alls 13 óhöpp, þar af urðu lítilsháttar meiðsli á fólki í 6 tilvikum.

Skráð óhöpp í sjálfum Hvalfjarðargöngum voru einkum þess eðlis að ekið var á kantsteina, gátskjöld eða gangaveggi. Í tveimur tilvikum lentu bílar í árekstri úr gagnstæðum áttum án þess að fólk yrði fyrir meiðslum.

Slysatíðni í öðrum jarðgöngum hérlendis er meiri en í Hvalfjarðargöngum, í sumum tilvikum er munurinn mikill. Göngin um Arnardalshamar á Djúpvegi eru ekki tekin hér með af því þau eru mjög stutt og sambærilegar óhappatölur eru ekki til fyrir þau. Neðanmálsskýringar fylgja sbr. númerin í fremsta dálki.

  Tímabil úttektar Óhöpp alls Óhöpp á milljón ekinna km á ári Óhöpp með meiðslum á fólki á milljón ekinna km á ári
Hvalfjarðargöng 11. júlí 1998- árslok 2001 22 0,84 0,23
Breiðadals- og Botnsheiðargöng 1) 1998-2001 14 1,27 0,27
Strákagöng 2) 1991-2000 18 33,3 3,7
Múlagöng 3) 1991-2000 28 5,80 1,86
Oddskarðsgöng 4) 1991-2000 18 28,02 0,0

1) Sérstaka athygli vekur hve mörg óhöpp urðu í grennd við gangamunna í Breiðadal. Fjögur óhöpp í Breiðadalslegg og eitt óhöpp í Súgandafjarðarlegg stafaði af því að umferðarréttur var ekki virtur, þ.e. sá sem átti á víkja í útskoti gerði það ekki og olli þannig óhappinu beint eða óbeint. Í fjórum tilvikum af alls fjórtán var grunur um ölvun við akstur sem hlýtur að teljast óeðlilega hátt hlutfall.

2) Mörg óhöpp urðu við munnana beggja vegna við að ekið var á hurð, hæðarslár eða ljósabúnað. Í mörgum tilvikum reyndu flutningabílstjórar að troðast í gegn með of háan farm.

3) Ríflega helmingur óhappanna var í beygju Ólafsfjarðarmegin, sem stafar trúlega af skertri vegsýn. Óhöppum þarna fækkaði heldur eftir að umferðarljós voru sett upp innan gangamunna Ólafsfjarðarmegin síðsumars 1996. Í sex tilvikum var grunur um ölvunarakstur.
 
4) Í 11 tilvikum af alls 18 var ekið á hurð á göngunum og í þrígang rákust bílar á málmnet eða klæðningu ganga. Flutningabílstjórar reyndu og nokkrum sinnum að komast í gegn með of háan farm.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009