Starfsmenn vorir í gjaldskýli og á Akranesi

Þeir taka við veggjaldi vegfarenda en hlutverk þeirra er mun víðtækara: vaktmennirnir eru í raun mikilvægasti hlekkurinn í umfangsmiklu öryggiskerfi ganganna. Þeir sjá á skjám og mælum í gjaldskýlinu hvort allur tæknibúnaður virki eins og til er stofnað og kalla á aðstoð tæknimanna ef á þarf að halda. Vaktmennirnir fylgjast stöðugt með umferðinni og setja sig á augabragði í beint samband við Neyðarlínuna þegar eitthvað bjátar á. Nærtækt er að rifja upp snör viðbrögð vaktmanna í gjaldskýli að kvöldi 6. mars í ár þegar spíss gaf sig í vél fullhlaðins flutningabíls í botni ganganna. Neyðarlínan fékk upphringingu úr gjaldskýli og starfsmaður hennar var í sambandi í þrígang við vaktmann Spalar til að afla upplýsinga um það sem var að gerast í göngunum og miðla áfram til slökkviliðs og lögreglu. Þegar vinnuhópur um nýja viðbragðsáætlun ganganna fór yfir atburðarásina alla á fundi 11. mars sagði fulltrúi slökkviliðs höfuðborgarsvæðis að viðbrögð starfsmanna Spalar hefðu verið „rökrétt og meðvituð“. Fulltrúi Brunamálastofnunar tók í sama streng.

Vaktmenn í gjaldskýli: Sigrún Karlsdóttir, Gylfi Jónsson, Gunnar Sigurjónsson, Þórunn Kjartansdóttir, Vilhjálmur Birgisson og Unnur Jónsdóttir. Á myndina vantar Aðalstein Vilbergsson og Kristján Kristjánsson.

Starfsmenn á skrifstofu Spalar á Akranesi, f.v.: Anna Kristjánsdóttir, Ásrún Baldvinsdóttir og Lilja Högnadóttir.Starfsmenn á skrifstofu Spalar á Akranesi, f.v.: Anna Kristjánsdóttir, Ásrún Baldvinsdóttir og Lilja Högnadóttir.

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009