Fossvirki leyst undan ábyrgð á göngunum

Formleg kaflaskil urðu í sögu Hvalfjarðarganga í dag þegar Baldur Jóhannesson, staðarverkfræðingur Spalar ehf. á framkvæmdatíma Hvalfjarðarganga, og Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar, afhentu fulltrúum Fossvirkis sf., aðalverktakans við gerð ganganna, vottorð um samningslok - þ.e. að ábyrgðartími verktakans á göngunum væri formlega nú útrunninn. Áfanginn var staðfestur með undirskrift tvímenninganna fyrir hönd Spalar og Lofts Árnasonar, forstjóra Ístaks hf. og Stigs Erikssons frá Skanska AB. Þetta átti sér stað í nýjum og glæsilegum höfuðstöðvum Ístaks við Engjateig í Reykjavík.

Fossvirki sf. er sameignarfélag Ístaks hf., sænska félagsins Skanska AB og danska fyrirtækisins E.Pihl & Sön A/S. Fossvirki og eigendur þess voru ábyrgir fyrir allri fjármögnun á framkvæmdatíma ganganna og tæknilega ábyrgir fyrir framkvæmd verksins. Fossvirki rak göngin í tvo mánuði eftir að þau voru opnuð og afhenti þau síðan verkkaupanum, Speli ehf.

Fossvirki bar ábyrgð á sjálfu mannvirkinu, Hvalfjarðargöngum, í fimm ár eftir að það var tekið í gagnið. Staðarverkfræðingur Spalar, Baldur Jóhannesson, hefur nú lokið úttekt á göngunum. Hann staðfesti formlega í dag að þar sé allt með felldu og að ábyrgðartíma Fossvirkis væri lokið.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009