Stjórnarformaður Spalar ósáttur við orðalag í skýrslu um veggjaldið

Stjórnarformaður Spalar, Gísli Gíslason, gagnrýndi á aðalfundinum á Akranesi tiltekið orðalag um afstöðu Spalar til lækkunar gjaldskrár Hvalfjarðarganga í skýrslu frá starfshópi sem samgönguráðherra skipaði á haustdögum.

Gísli fjallaði um viðræður sem Spalarmenn áttu, að ósk samgönguráðherra, við fulltrúa ráðuneytisins um veggjaldið annars vegar og þörf á stækkun Hvalfjarðarganga hins vegar. Stjórnarformaðurinn beindi sérstaklega athygli að því orðalagi í tilkynningu ráðuneytisins um málið að Spölur hefði ,,hafnað þeirri málaleitan? að lækka veggjald í göngunum. Hann gagnrýndi þetta orðalag og sagði að í sjálfri skýrslunni kæmi fram sú niðurstaða höfunda hennar að áætlanir Spalar væru eðlilegar og gæfu ekki tilefni til umræðu um lækkun veggjaldsins: Það er mat fulltrúa samgönguráðherra að áætlanir Spalar um rekstur og greiðslur sé varfærnar, þ.e.a.s. með rúmum öryggisstuðlum. Ekki er þó hægt að segja að þær séu utan marka.“

Á aðalfundi Spalar kom fram að veggjald hafi lækkað í einstökum gjaldflokkum um 18-40% og nettótekjur af hverjum bíl hafi lækkað um 38% frá júlí 1998-febrúar 2003. Samningar Spalar við langstærsta lánveitanda sinn, bandaríska tryggingafélagið John Hancock, kveða á um að veggjald skuli fylgja vísitölu neysluverðs. Mun meiri umferð í göngunum en ráð var fyrir gert hefur hins vegar gert það að verkum að ákvæðin um vísitölutengingu veggjalds hafa ekki verið virk í raun. Aukin umferð hefur fyrst og fremst komið viðskiptavinum Spalar til góða. En ýmsir telja að Spölur geti gengið enn lengra í lækkun veggjalds. Stjórnarformaður félagsins svaraði þeim á aðalfundinum:

„Nauðsynlegt er að hafa í huga að lækkun veggjalds út frá hugmyndum um aukna umferð í framtíðinni er óraunhæf að svo stöddu og lánadrottnar fyrirtækisins gera mjög strangar kröfur um könnum á staðreyndum ef þeir eiga að fallast á lækkun gjaldsins umfram það sem gert hefur verið.“
„Hins vegar hafa sveitarfélög á Vesturlandi haft þá skoðun að ríkið eigi með beinum hætti að hlutast til um lækkun veggjaldsins og hefur einna helst verið bent á niðurfellingu virðisaukaskatts af gjaldinu. Sú innheimta er um margt skoðunarefni, m.a. út frá þeim samningum sem Spölur gerði við ríkið. Einnig má á það benda að líklega mun greiddur virðisaukaskattur á næsta ári verða jafnhár þeirri upphæð sem fékkst endurgreidd við byggingu ganganna þannig að innheimta skattsins umfram það mun væntanlega vera hrein tekjuaukning ríkisins.“

Frá aðalfundi Spalar. Gísli Gíslason, stjórnarformaður í ræðustóli.Frá aðalfundi Spalar. Gísli Gíslason, stjórnarformaður í ræðustóli.Jónas Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður var fundarstjóri á aðalfundinum.Jónas Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður var fundarstjóri á aðalfundinum.

 


Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009