Áfallalaus umferð, öryggismálin í fyrirrúmi

Umferð í Hvalfjarðargöngum gekk áfallalaust fyrir sig á liðnu rekstrarrári. Einu skiptin sem þeim var lokað var í fimm nætur í maí, nokkrar klukkustundir í hvert skipti. Þetta var vegna árlegrar vorhreingerningar.

Sem fyrr lét stjórn Spalar sig öryggismál ganganna miklu varða í starfi sínu á rekstarárinu. Gísli Gíslason, stjórnarformaður, vék sérstaklega að þessu í skýrslu sinni á aðalfundinum á Akranesi í dag.

  • Spölur keypti Tetra-fjarskiptakerfi fyrir 25 milljónir króna og færði slökkviliði Akraness að gjöf 2 handstöðvar í Tetrakerfinu. Þar með uppfylla göngin strangari staðla en gerðir eru í Noregi um jarðgöng.
  • Áfram var unnið að endurskoðun viðbragðsáætlunar fyrir göngin og það verkefni er mjög langt komið. Þar hefur tekist mjög gott samstarf starfsmanna og stjórnenda Spalar, Vegagerðarinnar, Brunamálastofnunar, Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og slökkviliða Akraness og höfuðborgarsvæðis.
  • Efnt var til afar vel heppnaðra fjarskipa- og brunaæfinga í göngunum í tengslum við endurskoðun viðbragðsáætlunar og fyrirhugað að halda reglubundnar æfingar í framtíðinni til að búa alla sem að málum koma undir að bregðast skjótt og vel við ef hættuástand skapast.

Ennfremur nefndi Gísli að lögreglustjórinn í Reykjavík hefði á rekstrarárinu gefið út nýja og herta reglugerð um flutning hættulegra efna um Hvalfjarðargöng. Reglugerðin er byggð á skýrslu starfshóps sem dómsmálaráðherra skipaði til að fjalla um málið.

Frá vinstri: Bragi Ingólfsson, efnafræðingur í Sementsverksmiðjunni, Helgi Þorsteinsson, stjórnarmaður Spalar og Stefán Ólafsson, sem var í stjórn Spalar fram að aðalfundinum sem fulltrúi Íslenska járnblendifélagsins.Frá vinstri: Bragi Ingólfsson, efnafræðingur í Sementsverksmiðjunni, Helgi Þorsteinsson, stjórnarmaður Spalar og Stefán Ólafsson, sem var í stjórn Spalar fram að aðalfundinum sem fulltrúi Íslenska járnblendifélagsins.

Frá vinstri: Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar og stjórnarmaður Spalar, Gunnar Sigurðsson, endurskoðandi Spalar og dr. Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar.Frá vinstri: Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar og stjórnarmaður Spalar, Gunnar Sigurðsson, endurskoðandi Spalar og dr. Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar.

 

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009