Tryggingariðgjöld hátt í helmingur af viðhalds- og rekstrarkostnaði ganganna!

Tryggingaiðgjöld Hvalfjarðarganga hækkuðu enn á liðnu rekstarári um 9 milljónir króna og eru nú orðin liðlega 60 milljónir króna, sem er hvorki meira né minna en tæpur helmingur alls viðhald- og rekstrarkostnaðar ganganna (128 milljónir króna).

Þetta kom fram í máli Stefáns Reynis Kristinssonar, framkvæmdastjóra Spalar á aðalfundi félagsins á Akranesi í dag, 20. nóvember. Tryggingar ganganna kostuðu 19 milljónir króna á ári áður en hryðjuverkamenn réðust á New York og Washington en snarhækkuðu í kjölfar þess atburðar og eru nú orðnar þrefalt dýrari en fyrir hryðjuverkin. Þessar tryggingar er Speli skylt að hafa samkvæmt samningi við lánveitendur sína.
 
Rekstur Hvalfjarðarganga skilaði hagnaði upp á 51,1 milljón króna á liðnu rekstarári en 183,2 milljónum króna í hagnað á fyrra rekstrári. Framkvæmdastjórinn nefndi nokkrar ástæður fyrir minni hagnaði nú en þá:
  • hækkun tryggingariðgjalda,
  • aukinn viðhaldskostnað og rannsóknarkostnað vegna framtíðarviðhalds,
  • verulega meiri fjármagnskostnað vegna gengisbreytinga; aukningu um 146,5 milljónir króna frá fyrra ári.
Gjaldskrá ganganna var óbreytt allt nýliðið rekstarár og námu nettótekjur af umferð tæplega 905 milljónum króna (880 milljónir árið þar á undan).
Spölur skuldar alls um 6,2 milljarða króna. Skuldirnar lækkuðu um 200 milljónir króna á liðnu rekstrarári. Fyrir lok ársins 2003 verður greiddur hátt í hálfur milljarður króna af langtímalánum félagsins og í lok ársins 2004 gerir Spölur að fullu upp við íslenska lífeyrissjóði sem lánuðu til gangagerðarinnar. Síðan verður greidd skuld við íslenska ríkið. Fari svo sem horfir lýkur Spölur við að greiða allar skuldir sínar á árabilinu 2014-2016, nokkru fyrr en gert var ráð fyrir í langtímaáætlunum um rekstur Hvalfjarðarganga.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009