Hraðakstursbrotum fækkar undir Hvalfirði og í umdæmi Blönduósslögreglu

Ökumenn í Hvalfjarðargöngum aka að jafnaði hægar en áður og hraðakstursbrotum hefur fækkað verulega.
Lögreglan í Reykjavík fylgist grannt með aksturslagi í Hvalfjarðargöngum í gegnum linsur eftirlitsmyndavéla sinna. Forvarna- og fræðsludeild lögreglunnar hefur nú skilað ráðamönnum Spalar ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöng, greinargerð um hraðakstursbrot undir Hvalfirði á tímabilinu 1. september 2002-31. ágúst 2003. Þar kemur sitthvað athyglisvert í ljós:

  • Hraðakstursbrot voru alls 2.510 en 4.538 á sama tímabili á árunum 2001/2002. Þessar tölur eru að vísu ekki fyllilega sambærilegar vegna þess að mælingadagar voru færri á síðara tímabilinu en því fyrra en fullyrða má að brotunum hafi fækkað umtalsvert og að ökumenn aki hægar undir Hvalfjörð nú en áður.
  • Í janúar 2003 óku 1,6% bifreiða á ólöglegum hraða um Hvalfjarðargöng en 2,5% í janúar 2002 samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan aflar með hraðamyndavélunum sínum.
  • Flest brotin áttu sér stað kl. 12-18 á daginn eða um 43%.
  • Hámarkshraði í Hvalfjarðargöngum er 70 km á klukkustund. Meðalhraði þeirra sem staðnir voru að hraðakstri var mestur í september, 91 km/klst.
  • Sá sem hraðast fór á mælingatímabilninu öllu ók á 141 km hraða í maímánuði sem er tvöfaldur hámarkshraði í göngunum og alveg fáheyrður glannaskapur.

Blönduósslögreglan staðfestir sömu þróun í sínu umdæmi

Athyglisvert er að lögreglan á Blönduósi merkir greinilega sömu ánægjulegu breytinguna á hegðun ökumanna í umferðinni í sínu umdæmi og staðfest er í eftirlitsmyndamyndavélum Hvalfjarðarganga. Í nýútkomnum VÍS-fréttum kemur fram að hraðakstursmálum sýslumannsembættisins á Blönduósi hafi fækkað um fjórðung frá í fyrra þrátt fyrir að umferð og vegaeftirlit hafi verið síst minna þá en nú.
Skýrslur vegna hraðaksturs í Blönduóssumdæmi voru 1.965 frá ársbyrjun til loka september árið 2003 en 1.441 á sama tímabili árið 2003.
Um ástæður þessarar breytingar er haft eftir Gunnari Sigurðssyni, lögregluþjóni á Blönduósi:

,,Löggæslan er öflug víða á þjóðvegum landsins. Ég nefni sem dæmi umferðareftirlit Borgarnesslögreglu í sínu umdæmi og Hólmavíkurlögreglu á Holtavörðuheiði. Þetta hefur örugglega fyrirbyggjandi áhrif en ég hlýt líka að nefna greinilega viðhorfsbreytingu hjá ungu fólki semj rekja má beint til auglýsinga VÍS [,,Heppinn!"]. Þar náðist að skapa stemningu innan markhópsins í umræðu um alvarlega hluti. Boðskapurinn hitti í mark og hafði tvímælalaust góð áhrif."

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009