Ríkið stefnir að því að draga úr skattlagningu á veggjaldið

Samgönguráðherrann spjallar við Neyðarlínuna í nýju fjarskiptakerfi Hvalfjarðarganga á fimm ára afmæli mannvirkisins 11. júlí 2003. Gísli Gíslason, formaður stjórnar Spalar fylgist með.Samgönguráðherrann spjallar við Neyðarlínuna í nýju fjarskiptakerfi Hvalfjarðarganga á fimm ára afmæli mannvirkisins 11. júlí 2003. Gísli Gíslason, formaður stjórnar Spalar fylgist með.Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir að ríkisstjórnin stefni að því að lækka 14% virðisaukaskatt á veggjald í Hvalfjarðargöngum. Það komi og vel til greina að ríkið taki á sig hluta af tryggingum ganganna.

Þetta kom fram á Alþingi í dag í utandagskrárumræðum að frumkvæði Jóhanns Ársælssonar, Samfylkingunni. Þingmaðurinn taldi fráleitt að ein kynslóð vegfarenda greiddi niður allan framkvæmdakostnað Hvalfjarðarganga með veggjöldum til þess að ríkið gæti síðan tekið við mannvirkinu skuldlausu eftir 10-15 ár. Ríkið ætti að stuðla að lækkun veggjaldsins með því að fella niður virðisaukaskattinn og jafnvel taka á sig líka tryggingar Hvalfjarðarganga, sem kostuðu yfir 60 milljónir króna á ári eftir stórhækkun iðgjalda í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn sagði að ríkið hefði 110-120 milljóna króna skatttekjur af umferðinni í Hvalfjarðargöngum á ári.

Samgönguráðherrann tók ekki undir kröfur um að fella virðisaukaskattinn niður eða láta ríkið taka við öllum tryggingarbagga Hvalfjarðarganga en sagði að virðisaukaskatturinn myndi lækka og útilokaði ekki að ríkið myndi hlaupa undir tryggingarbaggann að einhverju leyti. Ráðherrann vísaði hins vegar á bug kröfum Sigurjóns Þórðarsonar, Frjálslynda flokknum, um að ríkið hreinlega yfirtæki rekstur Spalar. Sturla sagðist þvert á móti vilja að ríkisvaldið ræddi við Spöl um fleiri verkefni í samgöngumálum og nefndi Sundabrautina í beinu framhaldi. Hann orðaði það svo að stjórn Spalar hefði hafnað því á dögunum að lækka veggjaldið enn frekar en að ráðuneyti sitt myndi áfram ræða við Spalarmenn um að ,,leggja sig fram um að lækka gjald í göngunum".

Þingmenn stjórnarandstöðuflokka tóku undir kröfur um að ríkið felldi niður virðisaukaskatt og tæki á sig tryggingar ganganna til að lækka veggjaldið, sem sumir þeirra kölluðu ,,aukaálögur á landsbyggðarfólk".

Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, sagði að veggjaldið væri einungis 15-30% af því sem ríkið borgaði í kílómetragjald miðað að ekið væri fyrir Hvalfjörð. Göngin væru prófsteinn á einkaframkvæmdir í vegamálum á Íslandi og þar ættu hlutir að hafa sinn gang eins og til hafi verið stofnað í upphafi.

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, rifjaði upp andstöðuna við göng undir Hvalfjörð í þinginu á sínum tíma og rifjaði ennfremur upp eigin ummæli sem hann viðhafði sem samgönguráðherra við opnun Hvalfjarðarganga sumarið 1998. Hann spáði því að samningur við Spöl yrði endurnýjaður í fyrirsjáanlegri framtíð til að að gera önnur göng undir fjörðinn og taka við aukinni umferð. ,,Þarna sýndi sig að ég var spámannlega vaxinn þó ekki sé ég það oft," sagði forseti þingsins.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009