Ný viðbúnaðaráætlun fyrir Hvalfjarðargöng vel á veg komin

Stefnt er að því að ljúka vinnu við viðbúnaðaráætlun fyrir Hvalfjarðargöng snemma á nýju ári. Drög að áætluninni voru kynnt og rædd í stjórn Spalar í dag.

Nýja viðbúnaðaráætlunin er annars vegar lýsing á öryggisbúnaði Hvalfjarðarganga og hlutverkaskiptingu þeirra sem að málum koma en hins vegar einskonar leiðabók um hver gerir hvað á neyðarstundu. Viðbúnaðaráætlun var gefin út um leið og göngin voru tekin í notkun sumarið 1998 og hún hefur allar götur síðan þá verið grunnur öryggismálastefnu Spalar fyrir göngin. Ákveðið var strax í upphafi að áætlunin skyldi endurskoðuð í ljósi reynslu af rekstri ganganna og það er einmitt sú endurskoðun sem skilaði drögum að nýrri viðbúnaðaráætlun inn á stjórnarfund Spalar í dag.

Vinna við nýju viðbúnaðaráætlunina hófst á árinu 2002 í umfangsmiklu samstarfi fulltrúa Brunamálastofnunar, slökkviliða höfuðborgarsvæðis og Akraness, lögreglunnar í Reykjavík, embættis ríkislögreglustjóra, Vegagerðar ríkisins og Spalar. Fleiri komu að málinu þegar á leið, m.a. Neyðarlínan, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, landlæknisembættið, Landspítalinn-háskólasjúkrahús, sjúkrahús og heilsugæslustöðin á Akranesi, Slysavarnafélagið Landsbjörg, björgunarsveitirnar og Landhelgisgæslan.

Gert er ráð fyrir að kynna nýju viðbúnaðaráætlunina í vetur á fundum með slökkviliðsmönnum, lögreglumönnum, starfsmönnum Spalar og fleirum sem málið varðar. Einnig er á dagskrá að efna til almannavarnaæfingar í og við Hvalfjarðargöng þar sem verður látið reyna á viðbúnaðarkerfið í heild sinni áður en áætlunin verður endanlega samþykkt og gefin út.

Stjórnarfundur Spalar í dag. Frá vinstri: Marínó Tryggvason, aðstoðarframkvæmdastjóri og öryggismálafulltrúi, Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri, Gísli Gíslason, formaður stjórnar, Gylfi Þórðarson, Ingimundur Birnir og Gunnar Gunnarsson.


Frá vinstri: Ingimundur Birnir, Gunnar Gunnarsson, Helgi Þorsteinsson og Páll S. Brynjarsson.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009