Ný viðbúnaðaráætlun fyrir Hvalfjarðargöng vel á veg komin

Stefnt er að því að ljúka vinnu við viðbúnaðaráætlun fyrir Hvalfjarðargöng snemma á nýju ári. Drög að áætluninni voru kynnt og rædd í stjórn Spalar í dag.

Nýja viðbúnaðaráætlunin er annars vegar lýsing á öryggisbúnaði Hvalfjarðarganga og hlutverkaskiptingu þeirra sem að málum koma en hins vegar einskonar leiðabók um hver gerir hvað á neyðarstundu. Viðbúnaðaráætlun var gefin út um leið og göngin voru tekin í notkun sumarið 1998 og hún hefur allar götur síðan þá verið grunnur öryggismálastefnu Spalar fyrir göngin. Ákveðið var strax í upphafi að áætlunin skyldi endurskoðuð í ljósi reynslu af rekstri ganganna og það er einmitt sú endurskoðun sem skilaði drögum að nýrri viðbúnaðaráætlun inn á stjórnarfund Spalar í dag.

Vinna við nýju viðbúnaðaráætlunina hófst á árinu 2002 í umfangsmiklu samstarfi fulltrúa Brunamálastofnunar, slökkviliða höfuðborgarsvæðis og Akraness, lögreglunnar í Reykjavík, embættis ríkislögreglustjóra, Vegagerðar ríkisins og Spalar. Fleiri komu að málinu þegar á leið, m.a. Neyðarlínan, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, landlæknisembættið, Landspítalinn-háskólasjúkrahús, sjúkrahús og heilsugæslustöðin á Akranesi, Slysavarnafélagið Landsbjörg, björgunarsveitirnar og Landhelgisgæslan.

Gert er ráð fyrir að kynna nýju viðbúnaðaráætlunina í vetur á fundum með slökkviliðsmönnum, lögreglumönnum, starfsmönnum Spalar og fleirum sem málið varðar. Einnig er á dagskrá að efna til almannavarnaæfingar í og við Hvalfjarðargöng þar sem verður látið reyna á viðbúnaðarkerfið í heild sinni áður en áætlunin verður endanlega samþykkt og gefin út.

Stjórnarfundur Spalar í dag. Frá vinstri: Marínó Tryggvason, aðstoðarframkvæmdastjóri og öryggismálafulltrúi, Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri, Gísli Gíslason, formaður stjórnar, Gylfi Þórðarson, Ingimundur Birnir og Gunnar Gunnarsson.


Frá vinstri: Ingimundur Birnir, Gunnar Gunnarsson, Helgi Þorsteinsson og Páll S. Brynjarsson.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009