Til upplýsingar vegna leka í neðansjávargöngum í Osló

Vegamálastjóri Noregs hefur af þessu tilefni fyrirskipað könnun á hliðstæðum búnaði í öllum neðansjávargöngum í Noregi.

Ráðamenn Spalar ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöng, munu að afla sér upplýsinga um hvað gerðist í göngunum undir Oslóarfjörð. Svo vill reyndar til að framkvæmdastjóri félagsins er einmitt staddur í Noregi í öðrum erindagjörðum og mun ræða málið við vegagerðarmenn þar í landi í vikunni. Þegar frekari vitneskja liggur fyrir verður að sjálfsögðu farið yfir hliðstæðan búnað og eftirlit í Hvalfjarðargöngum, ef efni þykja til.

Spurningar kunna eðlilega að vakna um hvort eitthvað svipað gæti gerst í Hvalfjarðargöngum, einu neðansjávargöngunum á Íslandi, og gerðist í í göngunum undir Oslóarfirði núna um helgina. Fullyrða má með rökum að hverfandi líkur eru á slíku ef tekið er mið af fjölmiðlafréttum af atvikinu í Noregi.

  • Fram kemur að inn í göngin undir Oslóarfjörð leki að jafnaði um 30 lítrar á sekúndu af jarðvatni en til samanburðar má geta þess að leki í Hvalfjarðargöngum er einungis um 5 lítrar á sekúndu.
  • Á botni Hvalfjarðarganga er þró sem tekur við jarðvatninu. Fjórar dælur eru til taks til að koma vatninu þaðan út. Lekinn í göngunum er einungis brot af því sem reiknað var með við hönnun ganganna og er reyndar svo lítill að það dugar að hafa eina dælu af fjórum í gangi í fáeinar klukkustundir á sólarhring.
  • Fylgst er með dælubúnaðinum og vatnsborðshæðinni í þrónni. Þetta er liður í reglubundnu eftirliti í göngunum.
  • Vatnsþróin tekur við leka í göngunum í að minnsta kosti eina viku án þess að dælt sé úr henni.

Í ljósi þess sem hér segir þyrfti margt að fara úrskeiðis samtímis til að vatnsþróin Guðlaug í Hvalfjarðargöngum yfirfylltist líkt og virðist hafa gerst í göngunum undir Oslóarfjörð: t.d. langvarandi bilun í öllum dælum samtímis, rafmagnsleysi dögum saman og bilun á sama tíma í varaaflgjafa ganganna.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009