Ingimundur Birnir, verkfræðingur var kjörinn í stjórn Spalar ehf. á aðalfundinum og kemur í stað Stefáns Ólafssonar, prófessors, sem fulltrúi Íslenska járnblendifélagsins hf., eins af stærstu hluthöfum í Speli.

Formleg kaflaskil urðu í sögu Hvalfjarðarganga í dag þegar Baldur Jóhannesson, staðarverkfræðingur Spalar ehf. á framkvæmdatíma Hvalfjarðarganga, og Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar, afhentu fulltrúum Fossvirkis sf., aðalverktakans við gerð ganganna, vottorð um samningslok - þ.e. að ábyrgðartími verktakans á göngunum væri formlega nú útrunninn. 

Þeir taka við veggjaldi vegfarenda en hlutverk þeirra er mun víðtækara: vaktmennirnir eru í raun mikilvægasti hlekkurinn í umfangsmiklu öryggiskerfi ganganna. Þeir sjá á skjám og mælum í gjaldskýlinu hvort allur tæknibúnaður virki eins og til er stofnað og kalla á aðstoð tæknimanna ef á þarf að hald

Honum var nóg boðið þegar núverandi ritstjóra DV datt í hug að skrifa hlýlega um Spöl og Hvalfjarðargöng í blaðið sitt. Jónas þáverandi DV-ritstjóri og kunninginn umræddi, Friðrik Hansen Guðmundsson, verkfræðingur, voru nefnilega þeir menn sem gengu hvað lengst í vaðli um Hvalfjarðargöng á opinberum vettvangi á sínum tíma.

Þetta er mesta umferð á einum sólarhring í sögu ganganna og þar með féll met sem staðið hefur frá fyrsta sólarhringnum eftir að Hvalfjarðargöng voru tekin í notkun, þá fóru um þau tæplega 11.800 bílar. 

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, opnaði í morgun nýtt Tetra-fjarskiptakerfi Spalar og Hvalfjarðarganga með því að tala við Neyðarlínuna úr þjónustubíl Spalar. Ráðherra kom ásamt föruneyti og Spalarmenn í tilefni fimm ára afmælisins.

Slökkvilið Akraness fór ekki tómhent úr afmælissamkomu Spalar við Hvalfjarðargöng í morgun. Stjórnarformaðurinn, Gísli Gíslason, afhenti Jóhannesi Karli Engilsbertssyni, slökkviliðsstjóra Skagamanna, tvær Tetra-handstöðvar að gjöf. Þar með er slökkviliðið tæknilega fullfært um að taka þátt í samskiptum í nýja Tetra-fjarskiptakerfinu sem samgönguráðherra tók formlega í notkun. Jóhannes Karl þakkaði höfðinglega gjöf en tók fram að hann vonaðist innilega eftir því að þurfa aldrei að nota talstöðvarnar fínu niðri í göngunum!

Alls fóru um 3.000 bílar um Hvalfjarðargöng frá kl. 9 til 14 í dag en á sama tíma sl. föstudag fóru 1.300 bílar um göngin. Umferðin er því rúmlega tvöfalt meiri í dag en fyrir viku og sýnir að margir notfæra sér afmælisgjöf Spalar til þjóðarinnar: ókeypis undir fjörðinn í sólarhring.

Tetra-kerfið, sem Spölur tók í dag í notkun í Hvalfjarðargöngum, er öryggis-, atvinnu- og neyðarfjarskiptakerfi sem lögregla, slökkvilið og sjúkralið á höfuðborgarsvæðinu hefur notað undanfarin ár en einnig nokkrar ríkisstofnanir, borgarstofnanir, verktakafyrirtæki og fyrirtæki í ferða- og flutningaþjónustu. Hópar lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita geta til dæmis verið í beinu, þráðlausu sambandi við alla þá sem þörf krefur í einu. Þannig geta 100 slökkviliðs- og björgunarmenn talað saman í einu í Tetra-kerfinu, hvort heldur er vegna stórbruna í Reykjavík, stórslyss eða hamfara. Breytir þá engu þótt álag sé svo mikið í símakerfum GSM og NMT að ekkert samband náist þar.

Kveikt var í Volvóbíl í gámi frá Brunamálastofnun í útskoti í brekkunni norðan megin í göngunum, ca. 100 metrum frá botninum. Menn fylgdust síðan grannt með með því hvernig reykur fyllti göngin og barst til suðurs með ríkjandi vindátt þar. Mikilvægar upplýsingar fengust um hegðun reyksins og kom sumt þar í raun á óvart, sem er verðmætt innlegg í reynslubanka þeirra sem unnið hafa að nýrri viðbúnaðaráætlun fyrir Hvalfjarðargöng.

Æfingin þótti takast afar vel og skilaði því að skýrari mynd fékkst af styrkleika og veikleika í fjarskiptamálum í og við göngin. Lögreglan í Reykjavík, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, slökkvilið höfuðborgarsvæðis og Akraness, Neyðarlínan og Spölur stóðu sameiginlega að æfingunni, sem í raun var liður í því að búa til nýja viðbúnaðaráætlun fyrir Hvalfjarðargöng. 

Samningurinn hljóðar upp á um 18 milljónir króna og innifalið eru talstöðvar, sendibúnaður, uppsetning og annað tilheyrandi. Stefnt er að því að kerfið verði tilbúið til notkunar í göngunum um mitt sumar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009