Stórhækkun tryggingariðgjalds vegna hryðjuverka í New York

Þetta kom fram í máli Stefáns Reynis Kristinsson, framkvæmastjóra, á aðalfundi Spalar á Akranesi.

Rekstrarár Spalar er 1. október-30. september. Rekstur félagsins skilaði 183 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári en árið þar á undan var tap upp á 221 milljón króna. Afkomubatinn er þannig um 400 milljónir króna, sem einkum skýrist af hagstæðri gengisþróun íslenskrar krónu.

Nettótekjur Spalar af umferð um göngin voru 880 milljónir króna en voru 844 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Rekstrargjöldin voru 436 milljónir króna nú en voru 371 milljón króna á fyrra rekstrarári.

Spölur skuldar rúmlega 6,4 milljarða króna oga hafa skuldir lækkað um hálfan milljarð króna frá því í reikningum fyrra rekstarárs. Gert er ráð fyrir að árið 2004 geri félagið að fullu upp við íslenska lífeyrissjóði sem lánuðu til gangagerðarinnar og síðan verði greidd skuld við íslenska ríkið. Fari svo sem horfir lýkur Spölur við að greiða allar skuldir sínar árið 2016 eða þar um bil, nokkru fyrr en gert var ráð fyrir í langtímaáætlunum um rekstur Hvalfjarðarganga.

Fundarmenn við háborðið. Gísli Gíslason stjórnarformaður í ræðustóli.

Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri, gerir grein fyrir rekstri ganganna.Hluti gesta á aðalfundinum á Akranesi. 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009